Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1927, Side 82
hans voru Jón Jónsson og Þuríður Gísladóltir. Níels
var göfugra manna, er dregur í ættir aftur, 7. maður
í beinan karllegg frá Hrólfi sterka, og er það svo
rakið: Níels Jónsson, Jónssonar í Beingarði, Sigurðs-
sonar á Ytri-Brekkum, Jónssonar sst. og í Hofdölum,
Jónssonar, Bjarnasonar (góða-Bjarna), Hrólfssonar
sterka. í föðurætt var og Níeis kominn af Jóni Magn-
ússyni á Sólheimum, bróður Árna prófessors, og er
þaðan beinn karlleggur til Guðmundar hins ríka Ara-
sonar á Reykhólum; er sá ættliður svo, að föður-
móðir Níelsar var Steinunn Eiriksdóttir frá Pverár-
dal, en móðir hennar Guðlaug, laundóttir Jóns á
Sólheimum. Móðurkyn Níelsar var og pokkalegt
bændakyn, og er ætt hans par í hliðlegg rakin til
hins mikla skáldakyns frá Heydölum á pessa leið:
Móðurfaðir Níelsar, Gísli, var sonur Bjarna í Fjósum
í Svartárdal, Þórðarsonar á Holtastöðum, Iiluga-
sonar smiðs í Hvammi í Langadal, en móðir Bjarna
í Fjósum var Ragnhildur Gísladóttir, Gizurarsonar
prests i Þingmúla, Gíslasonar. Föðurbróðir Ragn-
hildar var síra Bjarni skáld í Þingmúla, en kona
síra Gizurar, sem einnig var skáldmæltur, var Guðrún,
dóttir síra Einars skálds í Heydölum SigurðsSonar.
Níels fluttist með foreldrum sinum að Yztu-Grund;
par bjuggu pau síðan, eins eftir að Jón sýslumaður
E^pólín hafði keypt pá jörð með Frostastöðum og
ílutzt að Frostastöðum (1823). Jón, faðir Níelsar, er
sagður hafa verið atorkumaður; sókti hann sjóróðra
suður á land, sem pá var títt, og var par formaður
hjá beyki nokkurum; var hann af pví »beykisformað-
ur« kallaður og pó venjulega að eins »Jón beykir«.
Níels fór með föður sínum til sjóróðra syðra, pegar
hann fekk aldur til, og var snemma þrekmikill. Ekki
samdi þeim feðgum alls kostar vel. Var Jón ákafur í
geði og vinnuharður, en Níels meir hneigður til
bókar en vinnu, og pó áhlaupamaður i skorpum.
Glettist Níels jafnvel við föður sinn og póklist stund-
(78)