Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1927, Qupperneq 85
námsveinar Níelsi þann grikk, að þeir settu fyrir
hann illræmdan stað í riti Cæsars um Gallastyrjöld
(De bello Gallico), brúarkapí'ulann, sem mörgum
hefir þókt torskilinn, þólt lærðari væru en Níels.
Fengu þeir honum og orðabækur til stuðnings. En
þar strandaði Níels, og var það ekki að undra.
Um skap Níelsar og lundarfar fara Ólafi í Ási svo
orð: BÞað heíir verið sagt um Níels, að hann hafi
verið sjálfhælinn og grobbinn, og sér í lagi hefir
Hannes Hafstein reynt að gera hann hlægilegan í
ævisögu Jónasar Hallgrimssonar. En þar hefir honum
eigi verið rétt sagt frá sögunni eða bætt við, til þess
að gera hana áheyrilegri«. Um þetta kemur þeim
saman Ólafi í Ási, sem kvaðst heyrt hafa söguna,
þegar er hún gerðist, og síj-a Porkatli á Reynivöllum,
sem hefir söguna eftir Jóni rektor Porkelssyni. Pað
var einmitt á námsárum Jóns rektors á Biöndudals-
hólum, að sagan gerðist. Pangað kom Níels eitt
sinn, sem oftar. Tóku þá námsmenn að ræða um
skáldskap við Níels og minntust á Jónas Hallgríms-
son; vildu þeir þá freista Níelsar, og sagði einn
þeirra af glettni, til þess að vita, lrvað Níels yrði að
orði: »Laglega er Jónas, hagmæltur«. Níels svaraði;
»Hann er meira; hann er skáld, mannskrattinn«. Engu
svaraði Níels öðru. Og svo segir Ólafur í Ási, að ef
Níels hefði nokkuru við bætt, myndi það eftir upp-
lagi hans hafa verið eitthvað á þessaleið: »Pað væri
nú ekki heldur þakkarvert um þessa pilta, þótt þeir
kæmust ögn lengra en aðrir, ólærðir«. Slik orð
kveði:r Ölafur honum oft hafa hrokkið af vörum,
því að hann haíi viljað ætlast til meira af slíkum
mönnum en sér og sínum líkum. En ráða vildi hann
sjálfur hugsun sinni; því kvað hann:
Mærðargreinum hvar sem hreyfði,
hefi eg æ skrifað fjötralaus,
aldrei neinum lærðum leyfði
'tögsögn yfir mínum haus.
(81)
c