Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1927, Page 90
bónda þess, er við tók jörðunni. Lét pá Níels af um-
ferðum að mestu og andaðist að Selliólum 12 ágúst
1857; var hann grafinn að Fagranesi og jarðsunginn af
síra Benedikt Björnssyni. Pað hefir Ólafur í Ási eftir
síra Benedikt, að hann hafi dreymt Níels skömmu
eftir jarðarförina. Póktist prestur spyrja Níels, hversu
honum liði. »Ekki er pað nú sem bezt«, svaraði
Níels; »eg er í félagi með Thomsen gullsmið [p. e.
Porgrími á Bessastöðum, föður Gríms skáldsj og
Katrínu keilu«.
En pó að lífskjör Níelsar væru heldur raunaleg,
sem vott má sjá víða í kvæðum hans, pá varð pess
ekki vart af háttum hans hverndagslega, að pví er
Ólafur í Asi segir. Hvar sem hann kom, var hann
jafnan glaður og skemmtinn. Ef hann varð pess var,
að einhver par á bæ, er hann kom, hefði gaman af
kvæðum hans, pá annaðhvort las hann pau upp eða
léði pau peim, sem vildu, meðan hann var um kyrrt.
En jafnan hafði hann meðferðis eitthvað kvæða
sinna; sumum gaf hann pau, öðrum seldi hann pau.
Eins var, ef hann hitti fyrir sér gáfaða unglinga, pá
var honum hin mesta ánægja að fræða pá um allt
pað, er peir spurðu hann, og pó að hann væri
setztur við að skrifa, lagði hann jafnan frá sér penn-
ann, pegar einhver sá kom til hans, sem fór að
spyrja hann út úr pví, er lesið hafði af kvæðum
hans, eða um vandskilda biblíustaði; pókti Níelsi
ekkert að, pó að til slíkra viðræðna gengju hálfir
dagar.
Ýmsar sögur eru sagðar af Níelsi; verður pó fátt
til tínt hér. t’eir voru óvinir Níels og Bólu-Hjálmar
og Guðmundur Ketilsson á Itlugastöðum og áttust
glettur við í kvæðum. Svo segir síra Porkell, að eitt
sinn í rökkri kom Guðmundur par á bæ, er Níels
var fyrir, svo að Guðmundur vissi ekki. Var Guð-
mundi boðið inn, og heilsaði hann öllum með kossi,
eins og pá var títt, og Níelsi líka, en vissi ekki, hver
(86)