Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1927, Blaðsíða 95
kvæðum sínum og rita upp; var hann kominn nokkuð
í annað bindi, er hann féll frá, og talið, að efni hefði
verið i 3—4 bindi samtals. Petta safn er nú í Lbs.
1490, 4to. Að auk eru kvæðasöfn eftir hann i Lbs.
1510—14, 8vo.; mun í þessum handritum vera flest
kvæða hans, ef menn kynnu að vilja gefa þeim gaum
síðar til úrvals. Pessi handrit voru keypt til safnsins
1909 af síra Porleifi Jónssyni á Skinnastöðum.
Á síðasta ári ævi sinnar samdi Níels skáldsögu;
gerist hún hérlendis og heitir »Eiríkur Loptsson«.
Ekki náði Níels að hreinrita hana, eD það gerði
vinur hans, Skúli Bergþórsson í Kálfárdal; mun Skúli
hafa aukið söguna nokkuð og breytt henni, að því
er ráða er af formála hans. Saga þessi með eigin-
hendi Skúla er í Lbs. 1509, 8vo. Heldur má ritsmíð
þessi heita lýsing en skáldsaga, nokkuð barnaleg
víða, en sumstaðar ekki óliðlega sögð. Að litlu er
hún og nýt til vitnis um menningarháttu landsmanna.
Hér er eigi unnt rúms vegna að skýra til nokk-
urrar hlítar frá kveðskap Níelsar, enda aðalverk-
efnið að segja nokkuð frá manninum sjálfum.
Ekki er Níels að jafnaði liðugur í kveðskap. Mun
láta nærri dóraur síra Porkels á Reynivöllum að
þessu leyti: »Fremur mun skáldskapur Níelsar hafa
verið stirður, en hugsun, og hún oft góð, var honum
lagin í kveðskap, svo sem t. d. i þessari vísu:
Pyrlar varminn vatni í lopt,
vatnið fyrsl tilreiðir;
ástin harm, en harmur oft
hatrið af sér ieiðir.
Rétt og ströng húgsun var aðalstyrkur og einkenni
gáfna hans, enda fann hann það sjálfur, eins og sjá
má af þessari vísu:
Penkjurum einum þægð er í
þankaverkum mínum;
eg þeim trautt að öðrum sný,
(91)