Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1927, Síða 96
aldrei hnugginn fyrir þvi,
hVanzrímur [)ó fóttroðist af svínum«.
Svo segir síra Porkell. Samt má benda á geysihag-
legar vísur eftir Níels. T. d. er þetta 13. erindi í
mansöng hans í 1. rímu af Franz Dönner.
Eg að öllum háska hlæ
á hafi sóns óþröngu;
mér er sama nú hvort næ
nokkru landi eða öngu.
Er vísan á hvers manns vörum enn i dag. Hugsunin
er náskyld þessari vísu Porsteins Erlingssonar »Að
Porsteini er ekki þörf að gá« o. s. frv. og þessu hjá
Hannesi Hafstein »allt af má fá annað skiþ og annað
föruneyti«. Vatnsenda Rósu er eignuð vísa þessi (í
sögu Natans og hennar et'tir Brynjólf Jónsson, Rv.
1912, bls. 156); er auðséð, að það er svo til komið,
að haft hefir hún vísuna yflr einhvern tima í raunum
sínum, og þeir er á hlýddu, ætlað vera eftir hana,
en ekki þekkt F’raDzrímur.
Flest kvæða Níelsar eru guðrækilegs og heimsþeki-
legs efnis; hafa þau llest að geyma mikla alvöru og
og siðspeki, og mun Níels vera einn hinna fyrstu
bindindisskálda, sem nokkuð kveður að á íslandi.
Helzt lýtir kvæðin að búningi til allvíða óvandað
orðaval, og er þó von til þess á þeim tíma.
í öðrum flokki eru rímur Níelsar. Setti hann rímur
skör Iægra sjálfur, efnis vegna, en vildi þó halda við
þeim kveðskaparhætti. Mat Nielsar á þessu má sjá
af formála hans fyrir rímnaflokkum hans (Lbs. 1490,
4to., bls. 409 o. s. frv.) og veitir um leið bragð af
rithætti hans í lausu máli. Par segir: »Tvennir gerast
nú tímarnir, má nú land vort segja, og það ei að
cins í tilliti til ýmsra höfuðatriða í því, er áhrærir
stjórn þess og aldarsiðu, heldur lika hinu, sem við
kemur skáldskaparháttum, ásamt annarri raennta-
dýrkun. Fyrir fáin árum síðan hét sá enginn skáld,
sem ei hafði rímur að frambjóða til almennings-
(92)