Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1927, Page 100
beziu haldi. Tilraunir hafa verið gerðar til að þurka
hey með vélum, en ekki hafa þær gengið að óskum.
Víðar fá hafendur að kenna á óþurkum en á íslandi.
Á Bretlandi hefir t. d. stundum verið viðlíka óþurka-
samt eins og hér. Því er það, að búnaðarmálastjórn
Breta hefir varið stórfé til þess að gera tilraunir um
heyþurkun með vélum, og vorið 1925 var verksmiðju
einni falið að smíða heyþurkunarvélar, sem reynd-
ust að flestu leyti vel, en voru nokkuru seinvirkari
en búizt var við. Með því að ætla má, að bændum
hér á landi þyki fróðlegt að vita, hvað þessum til-
raunum liður, skal liér í fáum orðum lýst vélum
þeim, sem notaðar erú við þurkun heysins.
Tækin eru tvö: Lití’ð hús á bjólum og »keilir« úr
járnþynnum með mörgum götum. Inni í húsinu eru
margar pípur, hitaðar innan með glóðarlömpum., Úr
húsinu liggur pípa inn í keilinn, og stendur hann ör-
skammt frá húsinu. Heyið er tekið vott afljánum og
því hlaðið utan að keilinum á alla vegu, þar til er
kominn er stór galti. Pá er heita loftinu úr húsinu þrýst
inn í keilinn, og dreifist það út um götin á honum
og gegnum heyið og þurkar það. Allmikið afl þarf
til þess að þrýsta lieita loftinu úr húsinu gegnum
heyið, og til þess eru venjulega notaðar dráttarvélar
(t. d. »Fordson«, sem hér hafa verið notaðar við
herfingu og fleira), en eins má nota vatnsaíl eða raf-
magn, þar sem því verður við komið.
Svo var til ætlazt, að þurka mætti með þessum
tækjum 100 til 120 hesta af heyi í einu á 10 til 12
klukkustundum, en þegar farið var að reyna vélar-
nar, urðu þær seinvirkari en búizt var við, eins og
fyrr segir. Á hinn bóginn reyndist heyið kjarnmeira
en sólþurkað hey, óhrakið. — Ekki þarf nema einn
mann til þess að líta eftir þurkuninni, og getur hann
gert það í hjáverkum. — Purkunartækin má flytja
úr einum stað í annan, þar sem vegir eru svo góðir,
að vögnum verði við komið. Um kostnaðinn verður
(96)