Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2004, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2004, Side 12
72 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 Helgarblaö PV Því verður ekki lengur á móti mælt: Hitastig á Jörðinni fer hækkandi - af mannavöldum. Nú síðast kom það skýrt og greinilega fram á nýlegri ráðstefnu hér í Reykjavík um gróðurhúsaáhrif á norðurslóðum. Hlýnunin mun verða meiri hér en víðast annars staðar, hafísar og jöklar bráðna og endurvarpa þá ekki lengur birtu sól- arinnar heldur drekka hana i sig. Þannig eykst hlýnunin enn meira og sjávarmál hækkar. Land og mannvirki verða í hættu þegar hærri og öflugri öldur skella á ströndum þar sem hafís verkar ekki lengur sem höggdeyfir. En hvaða áhrif mun hækkandi hiti hafa á íslandi? DV bað Þór Jakobsson veðurfræðing að spá í spilin. Ibúöalán 4,15% •1 10 4000 | lamMnmki.ib Kynntu þcr kostina viö íbúðalán Landsbankans. Fáðu ráðgjöf hjá scrfræðingum okkar og veldu leiðina scm hentar þér best. Hafðu samband i síma 410 4000 cða á fastcignathjonusta(</,'landsbanki.is Landsbankinn Bankl allra landsnuinna FROST Á FRÓNI Aukin úrkoma á meginlönd norð- urhvels og bráðnun jökla auka rennsli ferskvatns í höón. Við það haggast seltuhlutfall og þar með jafnvægið í yfirborðslagi sjávar, bráðnauðsynleg lóð- rétt blöndun í hafinu stöðvast. Tengslin milli yfirborðsstrauma eins og Golf- straumsins. og djúpsjávarstraumanna meðfram hafsbotni úthafanna veikjast og geta jafnvel rofnað. Líkt og á jökulskeiðum fyrir þúsundum ára slaknar á Golfstraums- kvíslinni til ísiands og ískaldur Austur- Grænlandsstraumurinn að norðan nær yfirhöndinni. Frost verður þá nokkuð á Fróni og hafís leggst yfir; frá ströndum Austur-Grænlands og langleiðina til Skandinavfu. Annars staðar á jörðinni hlýnar hins vegar jafnt og þétt. Þetta er þversögnin: hlýrra loftslag á Jörðinni í heild mun hafa í för með sér kaldara veður hér.“ GÓSENTÍÐIN Fyrmefnt ástand varir í óákveðinn tíma, ef til vill nokkra mannsaldra. En að lokum hlýnar líka hér á norðurslóðum, kannski eftir eina til tvær aldir, og gósentíðin tekur við. Að öllum l£k- indum verður töluvert rigningarsamt á ný en hitinn verður sennilega líkur því sem ís- lendingar eru vanir í sólarlöndunum við Miðjarðarhafið. íslendingar geta þá skriðið úr ískofum sínum, sagt sögur, agnúast út í veðurfarið og ræktað kom. Rétt er þó að hafa hækkandi sjávarmál í huga, ekld ein- göngu vegna bráðnunar íss og jökla heldur og ekki síður vegna þess að yfirborðslag sjávar þenst út við hækkandi hita. Þegar hitastigið hækkar á Jörðinni eykst rúmmál sjávarins." JAFNVÆGI Á NÝ Ekkert veðurfarsskeið varir að ei- lífu. Þeir sem kenna loftmengun af mannavöldum um fyrrnefndar veðurfarssveiflur vonast til að jafnvægi náist á ný og veðurfarið verði að lokum eins og við þekkjum í dag. Ef menn ná að skrúfa fyrir mengunina næst þetta jafn- vægi um síðir og náttúran veður ein um að smella á jökultímum og hlýviðraskeiðum til skiptis.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.