Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2004, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2004, Side 18
18 LAUGARDAGUR 27. NOVEMBER 2004 Helgarblað DV DV-MYND GVA Þetta er enginn Gáfnagaur „Þetta gæti verið afkvæmi jólasveinsins og sunnanvindsins. Það er svona það fyrsta sem mér dettur í hug," segir útvarps- maðurinn Guðni Már Henn- ingsson um myndina af sjálf- um sér. „Já, ég held að hann sé að þykjast. Þetta er enginn sérstakur Gáfnagaur. Og mér virðist þarna Portrettið búa að baki leynd óskhyggja um að verða glæpasagnaritari og virtur sem slíkur. Hann þykist vera eitthvað sem hann ekki er. Þetta myrka útlit segir ósköp fátt. Þarna fyrir innan gæti nefnilega búið þa- nkagangur lítils, ungs og saklauss drengs. Það er eitthvað barnslegt við hann þrátt fyrir þessa grimmu ímynd sem æpir reyndar á mann í fyrstu: ‘Don’t you mess with me.’ Jahá,“ segir Guðni en vendir svo kvæði sínu í kross. „Þessi maður gæti verið gangbrautarvörður að atvinnu. Eða jafnvel þroskaþjálfi. Þetta er barngóður maður. Svo gæti hann náttúrlega verið mjólkurbflstjóri. Já, þegar ég virði hann betur fyrir mér þá sýn- ist mér eins og hann sé að fela kókómjólkurfernu í greipum sér sem gæti geflð þann starfa til kynna." Jón Viðar Matthíasson „Ég neita því hins vegar ekki að gott var að leggjast á koddann og þar sem allt hafði gengið ttpp þurfti ekki að siást við óþdegilegar hugsanir og bakþanka Verkefnið varð stöðugt umfangsmeira og erfiðara „Þessa viku hef ég verið á bak- vakt fyrir hönd yfirmanna hjá slökkviliðinu. En að öllu jöfliu byrja ég daginn á leikfimi um sjöleytið, er kominn í vinnu um átta og lýk starfsdeginum milli fimm og átta á kvöldin. Á mánu- dag var ég sem sagt kominn heim og var þar að hamast í tiltektum því við stöndum í breytingum á heimilinu. Við búum nokkuð hátt hér á höfuðborgarsvæðinu og þeg- ar ég fékk boðin um eldsvoðann rauk ég út í glugga og sá þennan mikla eld koma út undan húsi Orkuveitunnar. Ég brunaði á stað- inn og hitti mína menn, við skipu- lögðum hvernig best væri að vinna Jón Viðar Matthfasson aðstoðar- slökkviliðsstjóri rifjar upp brunann hjá Hringrás aðfaranótt þrlðjudags. verkefnið og síðan komu fleiri að úr slökkviiiðinu. Við ákváðum að ýta öðrum haugum frá þeim brennandi en verkefnið varð stöðugt umfangs- meira og erfiðara. En ég tel oklcur hafa farið rétta leið strax f upphafi en þessi atburður sýndi mér líka hversu mikiil slagkraftur er í slökkviliðinu og hve aðrir eru fúsir til að liðsinna okkur í starfi. Sam- starfið við lögreglu, önnur slökkvi- lið, einkaaðila og opinberar stofn- anir gengur ákaflega vel þegar á reynir. í svona aðgerðum líða kannski þrír klukkutímar eins og örskots- stund en næsti klukkutími virðist vera meira en þrír á lengd. Klukkan var að verða sex á þriðjudagsmorgni þegar ég áttaði mig á hvað tímanum leið. Ég fór af vettvangi um þrjúieyt- ið á þriðjudaginn og fór þá beint á blaðamannafund í Skógarhlíðinni, þaðan lá svo leiðin á Stöð 2 í sjón- varpsviðtal. Ég var kominn heim um hálfníu um kvöldið, næstum sólar- hring eftir að ég stóð við gluggann. Ég var ekkert aðframkominn, kröfur um líkamasburði og þjálfun eru töluverðar hjá okkur og þama fann ég að það skilaði sér sannar- lega. Ég neita því hins vegar ekki að gott var að leggjast á koddann og þar sem allt hafði gengið upp þurfti ekki að slást við óþægilegar hugsan- irog bakþanka."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.