Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2004, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2004, Page 20
20 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 HelgarblaO DV í nýrri ferðabók Einars Kárasonar leynast mjög persónulegir þættir. Til dæmis portrett af föður hans heitnum sem á ákveðnu tímabili ævi sinnar átti við erfiðan geðsjúkdóm að striða og var mynstraður á „Strandhótel“ í tæp tvö ár af þeim sökum. Einar ræðir hér hina skrautlegu föðurætt sína sem hann hef- ur notað óspart sem módel í sögur sínar. Innandyra sveít klikk m ■■ B „Hann hafði sína kosti o< unm ylir votnum ,Hann hafði sína kosti og hann hafði sína galla. Þetta verður allt að vera með efúr á að verða almennilegt por- trett. Ekki var alltaf auðvelt að vera með honum í fjöl- skyldu þó það væri mjög skemmtilegt þess á milli." fyrir okkur systkinin bæði þó hún væri þetta ung, mikil lífsreynsla að vera með aðra löppina þarna í eitt og hálft ár innan um fólk sem barð- ist við andlega sjúkdóma. Ég hef svo sem oft hugsað mér að þarna væri eitthvað sem ég myndi ein- hvern tíma skrifa um og mér fannst þetta gott form. Svona í „forbífart- en“ þegar ég er að skrifa um þessa skemmtilegu ferð okkar feðga." Feðgarnir Kári og Einar náðu sér í kynstrin öll af allskyns tóbaki og voru í kjölfarið sem greifar. „Menn muna enn þegar ég kom í heim- sókn og bauð upp á danska þurra kaupfélagsvindla í þessari miklu þurrð." Einar dregur ekkert úr aðspurð- ur hvort þetta sé þá svona skraut- legt fólk sem að honum stendur. „Sérstaklega föðurætt föður míns, það er oft á tíðum skemmtilegt fólk og stundum hittir maður úr þeim ranni sérkennilegt fólk. Hver mað- ur á svona þessar fjórar ættir sem að honum standa, föður og móður- ættir foreldranna. Eftir að ég fór að verða þekktur tók að svífa á mig allskonar fólk sem ég ekki þekkti og kynna sig sem frændfólk mitt. Og (Framhaldá ' ^ næstu opnu J „Pabbi dó 8. febrúar 1995. Já, það eru að verða tæp tíu ár. Nei, það var kannski ekki svo erfitt að skrifa þetta. Ég var með þetta í hausnum. Og var að vanda mig við að setja niður á blað og finna réttu orðin. En auðvitað eru einhverjar tilfinningar í þessu þó ég forðist að verða sentimental eða vera með tilfinningasemi," seg- ir Einar Kárason rithöfundur. Og það verður að segjast eins og er að tilfinningasemi er ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar rætt er við Einar. í nýrri bráðskemmtilegri og per- sónulegri ferðabók, „Hvar frómur flækist", gengur Einar býsna nærri sér þegar hann lýsir geðsjúkdómi sem faðir hans Kári Gunnarsson átti við að stríða á tímabili og dvaldi rúmt ár á geðdeildinni sem kölluð var „Strandhótel" eftir yfirlæknin- um Karli Strand. Og bókin má heita hvalreki á fjörur þeirra sem hallast að ævisagnalegri greiningu skáld- verka - og á það sennilega vjð um flesta íslenska lesendur, Systkin tvö að dyrum geð- deildarinnar „Frásögnin er að formi til ferða- saga. En þarna er, eins og menn munu sjá, portett af föður mínum heitnum. Mér, náttúrulega, þótti hann skemmtilegur og merkilegur karl sem átti sér merkilega sögu. 'Hann hafði sína kosti og hann hafði sína galla. Þetta verður allt að vera með ef úr á að verða almennilegt portrett. Ekki var alltaf auðvelt að vera með honum í fjölskyldu þó það væri mjög skemmtilegt þess á milli," segir Einar. Ekki er frítt við að það fari um lesandann þegar Einar greinir frá því þegar hann, þá um fermingar- aldur ,og systir hans tíu árum yngri fóru með strætó til að heimsækja pabba sinn; fyrst númer 3, Nes- Háaleiti, svo fluttum við inn í Voga og þá var það leið 8, hægri hringl- eið, og svo öfugur hringur með Ní- unni heim: ,yÆtli viö höfum ekki farið þetta saman svona hundraö sinnum. Litla systir alltaf svona fín og sæt með bollukinnar og lokkaflóð og stór brún augu og alltaf óaðfinnan- lega klædd, ekki síst þar sem elsta systir okkar var þá flugfreyja með námi og vissi fátt skemmtilegra en að kaupa krúttieg föt á barnið í London og New York. Og ég bara svona venjulegur strákur, hálfgert bam ennþá, enda frekar seinþroska og lítill eftir aldri. Þarna löbbuðum við frá strætóstoppinu og upp að dyrum geðdeildarinnar og hringd- um á dyrabjöllu því að dyrnar voru læstar; svo var opnað og læst á ný að baki okkar. Og innandyra sveif klikkunin yfir vötnum. “ Skrautleg föðurætt Þennan kafla, sem er talsvert lengri en tilvitnað brot segir til um, fléttar Einar inn f ævintýralega ferð sem þeir feðgar fara miklu síðar um Suðurland, allt að Höfn í Horna- firði, í tóbaksleit. Þá stóð yfir verk- fall og hvergi nikótín að finna á höf- uðborgarsvæðinu. „Þetta var nú sjálfsagt skrýtið Kárason Þeirsem leso hina nýju bók hans Einar KAraso BfIWS / Killiansfóikmu þar ^pp"30 dr-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.