Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1955, Síða 27
Reykingar og krabbamein.
Á siðustu tveimur áratugum hefur krabbamein í
lungum farið mjög i vöxt í ölhim menningarlönd-
um. t Englandi dóu á árunum 1911—1919 um 250
manns á ári úr þessum sjúkdómi. Upp úr þvi fer
sjúkdómurinn að færast i aukana. Árið 1931 deyja
1880 manns úr honum í Englandi, 1358 karlmenn
og 522 konur. Síðan hækka tölurnar og fara hrað-
vaxandi ár frá ári, unz þær komast 1952 upp i
14 218 og skiptast þannig, að 11 981 karlmaður deyr
úr krabbameini i lungum og 2237 konur. Ekkert
annað dánarmein hefur Araxið neitt í likingu við
þetta, sem hefur 15-faldzt, meðan mannfjöldinn
hefur tiltölulega lítið aulcizt. í Englandi er krabba-
mein i lungum orðið svo algengt, að 20. hver karl-
maður deyr úr því og 1% af konunum, en þar sem
lungnakrabbi var áður ekki nema 4—5% af öllum
krabbameinum, hefur hann unnið á jafnt og stöðugt
ár frá ári í kapphlaupi krabbameinanna um að
drepa menn. Lengi vel var krabbamein í maga svo
langsamlega fremst i þvi kapphlaupi og er enn svo
algengt hér á íslandi, að jjað er jafntítt og öll önn-
ur krabbamein samanlögð. í Englandi er lungna-
krabbinn komin fram úr krabbameini í maga. Sama
er að segja í Danmörku, Austurríki, víðs vegar i
Ameríku og fleirum löndum. 1 Englandi er lungna-
krabbinn orðinn 26% af öllum krabbameinum og
liefur unnið kapphlaupið svo rækilega að sýnilegt
er að magakrabbinn hefur ekkert við honum lengur.
Sumir menn hugsa á þá leið, að úr einhverju verði
menn að deyja, og þvi þá ekki að deyja úr krabba-
meini i lungum eins og einhverju öðru. Þvi skyldi
vera nokkuð betra að deyja úr krabbameini i maga?
(25)