Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1955, Page 28
Þar til er því að svara, að þeir sem deyja úr
lungnakrabba, (levja tiltölulega ungir, veikjast oft
innan við fimmtugt og láta lífið um eða innan við
fimmtugsaldur, þ. e. á þeim tíma ævinnar sem karl-
maðurinn er á bezta vinnuskeiði ævi sinnar, hefur
að baki sér langt nám og dýrt, hefur náð dýrmætri
reynslu, sem er honum og öðrum mikiis virði, er að
koma börnum sínum upp og er yfirleitt í fullu fjöri
og hlaðinn störfum. Slíkur maður má illa missi sig, og
fyrir þjóðfélagið er hvert slikt mannslif sem glatast
mikill missir og þó enn meiri fyrir aðstandendurna.
Það er máske ekkert betra að deyja úr krabba-
meini í maga heldur en í lungum. En það er enginn
kominn til að segja, að sá sem ekki deyr úr krabba-
meini í lungum muni deyja úr krabbameini i maga.
I flestum tilfellum gerir hann það ekki. Og sá regin-
munur er á þessum tveim sjúkdómum, að við vitum
hvað við eigum að gera, eða réttara sagt gera ekki,
til þess að forðast krabbameinið í lungunum, en við
vitum ekki enn þá kvað við eigum að gera til þess
að forðast krabbamein í maga.
Orsakir krabbameins i lungum. Allt fram á annan
tug þessarar aldar var krabbamein i lungum svo
sjaldgæft alls staðar, að menn sinntu þvi lítið, enda
ekkert við þau að gera, þar sem engin lækning var
möguleg.
Fyrir mörgum öldum síðan höfðu þó tveir merkir
læknar, Agricola (1521 og 1527) og Paracelsus (1531)
getið um „mala metallorum", málmsýki, sem námu-
menn i Schneeberg í Saxlandi þjáðust af og dæju
úr. Þessum sjúkdómi var lítill gaumur gefinn fyrr
en á þessar öld, að Huguenin o. fl. tóku til að rann-
saka hann og skrifa um hann. 1 þessum námum, sem
vinna hófst i 1410, hafa margir málmar verið unnir,
fyrst og fremst kopar, silfur og járn, seinna úranium,
vismút, nikkel og kóbalt. í öðrum námum, sem
vinna sömu málma, hafa menn ekki orðið varir við
(26)