Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1955, Side 44
fór fram 1951. Voru um 7,000 líflömb, aðallega úr
Þingeyjarsýslu, flutt á svæðið milli Ölfusár og Þjórs-
ár. Á svæSið milli Þjórsár og Ytri-Rangár voru flutt
500 lömb af SiSu. Á svæSiS milli Ytri-Rangár og
Sólheimasands voru flutt 10,000 lömb frá VestfjörS-
um og 600 úr Öræfum, og í Mýrdal voru flutt 2,500
lömb úr austursveitum Vestur-Skaftafellssýslu. Var
þá fjárskiptunum aS mestu lokiS, þó aS enn væri
ætlunin, aS flytja nokkuS af líflömbum til fjárskipta-
svæSanna á SuSurlandi. Alls höfSu í árslok 1953
176 000 líflömb veriS flutt á fjárskiptasvæSin.
SlátraS var 231,000 sauSfjár (árið áður 247,000).
Var nú slátrað mjög fáu af fullorðnu fé. Kjötmagn
var 3,505 tonn (árið úður 3,748 tonn). MeSalþungi
dilka við haustslátrun var 14,93 kg (árið áður 14,6
kg). Mjólkurbúin tóku við nokkru meiri mjólk en
árið áður. — Rýflugnarækt jókst nokkuð, og voru
um 60,000 býflugur fluttar til landsins frá Noregi.
HaldiS var námskeið í býflugnarækt.
NokkuS voru athugaðir möguleikar á sölu íslenzkra
hesta til útlanda. Komu hingað til lands fulltrúar frá
Rretlandi og Hollandi í þeim erindagerSum. FerS-
uðust nokkrir Rretar um Suðurland á íslenzkum
hestum.
Fluttar voru út 326,000 gærur á 14,8 millj. kr. (ár-
ið áSur 385,000 á 18,4 millj. kr.). Ull var flutt út fyrir
6,6 millj. kr. (úriS áður 10,5 millj. kr.). Skinn og
húðir voru flutt út fyrir 1,8 millj. kr. (árið áður
2,9 millj. kr.), garnir fyrir 1,6 millj. kr. (árið áður
0,9 millj. kr.), loðskinn fvrir 0,5 millj. kr. Útflutn-
ingur freðkjöts var enginn (árið áður 2,9 millj. kr.).
RúnaSarþing sat á rökstólum i Rvík í febrúar og
marz. ASalfundur stéttarsambands bænda var hald-
inn í Rjarkarlundi í september. Hópur íslenzkra
bænda ferðaðist um NorSurlönd í maílok og júni-
byrjun. 10 íslenzkir bændur sóttu norrænan bænda-
f.und í Finnlandi í ágúst.
(42)