Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1955, Side 81
ingar voru allmiklar til meginlands Evrópu, Bret-
lands og Norður-Amerilui. Talsvert kvað að ferða-
lögum íslendinga til útlanda og útlendinga til íslands.
„Gullfoss“ fór seint í marz til Miðjarðarhafslanda
og kom aftur seint í apríl. Með honum fór Karlakór
Reykjavikur, er söng opinberlega viða þar syðra,
m. a. í páfagarði, og margt annarra farþega. Hópur
íslenzks ferðafólks fór til Frakklands og Spánar í
apríl. „Hekla“ flutti íslenzkt ferðafók til Norður-
landa i júni og aftur í ágústlok. Annars var „Hekla“
i föruin milli Rvíkur og Glasgow um sumarið. Rúm-
lega 200 íslendingar fóru á æskulýðsmót í Búkarest
um sumarið. Um 40 Vestur-íslendingar ferðuðust
um ísland í júní og júli. — „Disarfell“, nýtt flutn-
ingaskip S. í. S. (smíðað í Hollandi), kom til ís*
lands í júní. Heimahöfn þess er Þorlákshöfn. „Tungu-
foss“, nýtt flutningaskip Eimskipafél. íslands (smið-
að í Kliöfn), kom til landsins í nóvember.
Stofnað var á árinu bindindisfélag ökumanna.
Slysfarir og slysavarnir. Alls létust 77 íslendingar
af slysförum á árinu (árið áður 61). Af þeim drukkn-
uðu 37, en 16 fórust i umferðarslysum. Vélbóturinn
„Guðrún“ frá Vestmannaeyjum fórst í nánd við
Elliðaey 23. febr. Fórust þar fimm menn, en fjórum
var bjargað. Aðfaranótf 16. nóv. fórst vélskipið
„Edda“ frá Hafnarfirði á Grundarfirði. Fórust þar
níu menn, en átta komust af. Nokkrir smábátar
fórust, og allmargir sjómenn féllu útbyrðis af fiski-
skipum og drukknuðu. Nokkrir menn drukknuðu í ám
og vötnum. Tveir brezkir stúdentar fórust á Vatna-
jökli í ágúst, og þýzkur stúdent drukknaði í Eiriks-
fellsá í Fljótshverfi í september. Föstudaginn langa
— 3. apríl — féll snjóflóð á bæinn Auðni í Svarf-
aðardal. Fórust þar maður og kona og margt gripa,
en maður og kona björguðust. Þrjár bandariskar flug-
vélar með samtals 23 mönnum fórust hér á landi eða
við landið. Ein þeirra fórst á Mýrdalsjökli 17. des.
(79)