Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1955, Side 104
tók ungur maður, ÞormóSur Torfason, sem var harla
ólíkur fyrirrennara sínum. Hann tók þegar til starfa
af dugnaði og var sendur til Islands 1662 til þess að
safna bókum og handritum. Þó að hann vœri ekki
nema sumarið á íslandi varð honum býsna mikið
ágengt, og varð Brynjólfur biskup enn sem fyrr
drýgstur. Þormóður komst yfir hvorki meira né
minna en 12 merkar skinnbækur, og af þeim voru
7 frá Brynjólfi. Auk þess hafði hann með sér nokkur
pappírshandrit og allmargt prentaðra bóka. Meðal
skinnbókanna sem Þormóður flutti úr landi voru
slíkir kjörgripir sem aðalhandritin af báðum Edd-
um, Morkinskinna, eitt af aðalhandritum Njálu
(Gráskinna), elzta Bímfræði-handritið; öll þessi
handrit voru frá Brynjólfi biskupi; enn fremur
voru þar Hrokkinskinna og Tómasskinna, Konungs-
annáll o. fl. Að viðbættum þeim þremur skinnhand-
ritum sem Brynjólfur hafði sent árið 1656 voru þá
komnar í bókasafn konungs 15 skinnbækur frá ís-
landi. Þessi handrit eru enn þann dag í dag kjarn-
inn i hinu íslenzka handritasafni kgl. bókasafnsins
í Höfn. Þau eru öll varðveitt nema eitt, sem glat-
aðist á 18. öld, en er til i uppskrift. Það sem siðar
bættist við voru einkum yngri handrit, svo og upp-
skriftir handrita úr öðrum söfnum.
Þormóður Torfason tók nú til við að þýða og
vinna úr þessum ritum, en fékk árið 1664 embætti
í Noregi, og átti þar heima siðan, en hafði handrit
að láni frá Höfn. Stöðuna sem konunglegur forn-
fræðingur missti hann við lát Friðriks III (1670),
og þau handrit sem hann eignaðist eftir það átti
hann sjálfur, enda komust þau öll i safn Árna
Magnússonar að Þormóði látnum.
Árið 1681 var Hannes Þorleifsson skipaður forn-
fræðingur konungs og þegar í stað sendur til ís-
lands til að safna þar handritum. Hann fékk kon-
ungsbréf meðferðis sem skyldaði menn til að sýna
(102)