Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1955, Page 107

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1955, Page 107
starfa hjá fornfræðingum. Hann var síðan sendur til íslands 1661 til að safna handritum og dvaldist síðar i Kaupmannahöfn í sömu erindum. Óvist er hve mikið honum varS ágengt, en vist er, að hann náði ekki í neitt að ráði af skinnbókum, en dálítið af pappírshandritum. Þeir íslendingar sem ráðnir voru til fornfræða- starfa i Sviþjóð eftir daga Jóns Rugmans söfnuðu ekki handritum á íslandi svo að neinu næmi og komust ekki yfir annað en ungar pappírsuppskriftir. Öðru máli var að gegna um Jón Eggertsson, sem komst i samband við Svía þegar hann dvaldist i Kaupmannahöfn 1680—82 í málaferlum sínum. í fyrstu skrifaði hann upp handrit fyrir Svia í Kaup- mannahöfn, en vorið 1682 fór hann til íslands til að safna handritum á þeirra vegum, og í bréfi sem til er frá ríkisfornfræðingi Svía segist hann hafa mútað Jóni með 80 rikisdölum til að taka þetta að sér. Jón ferðaðist viða um ísland og varð allmikið ágengt, enda var hann at’ höfðingjaættum og frænd- margur. Hann iiafði með sér úr landi 51 handrit sem hann hafði keypt fyrir rúml. 154 rdl. Sjálfur var hann settur í skuldafangelsi í Kaupmannahöfn þegar hann kom aftur, en handritin hafði hann sent til SviþjóÖar frá Helsingjaeyri. Sumt af handritunum sem hann hafði með sér er nú glatað, en meðal hinna eru um 20 skinnhandrit, og eru sum þeirra hinir mestu kjörgripir, eins og hómiliubókin, Heiðarvígasaga og Gunnlaugs saga o. fl. Þessi send- ing Jóns er enn þann dag í dag kjarninn í íslenzka handritasafninu í konunglega bókasafninu í Stokk- hólmi, en siðan hefur fátt markvert íslenzkra hand- rita borizt til Svíþjóðar. Árið 1683 — haustið eftir að Hannes Þorleifsson fórst — kom Árni Magnússon til Kaupmannahafnar, tvitugur stúdent, og hóf þar háskólanám. Ári síðar varð hann aðstoðarmaður hjá hinum nýja fornfræð- (105)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.