Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1955, Síða 109
er alls ekki vitað hvenær þau komust í eigu hans
eða hvaðan, svo að ógerningur er aS ársetja vöxt
safns hans meS nokkurri vissu. Sjálfur segir hann í
bréfi áriS 1699, aS hann eigi þá svo mikið safn skinn-
bóka, að hann ætli ekki að neinn annar maður í
Evrópu eigi annaS eins.
ÞaS hefur löngum verið svo, að þeir sem eru safn-
arar af ástriðu komast langt með litlum efnum, og
svo virðist Árna hafa farið. Fram um aldamótin
1700 voru tekjur hans fremur rýrar; embætti fékk
hann ekki fyrr en 1697 að hann varð ritari i leyndar-
skjalasafni konungs, en föst laun í þvi starfi fékk
hann ekki fyrr en árið 1700. Árið eftir varð hann
prófessor, og upp þaðan virðist hann hafa verið
sæmilcga launaður, enda fékk hann að auki talsvert
fé með konu sinni sem hann kvæntist 1709. í bréf-
um Árna frá árunum fyrir aldamótin verður þess
víða vart, að hann er mjög óánægður með kjör sin
og hefur jafnvel látið sér detta í hug að leita sér at-
vinnu í SvíþjóS, ef þar byðist lífvænlegra starf. En
allt um það tókst honum á þessum árum að afla sér
verulegs hluta af handritasafni sínu, og er þó víst
að mikið af handritunum hefur hann keypt; en hins
vegar er ekki liklegt að handrit sem hann keypti á
íslandi hafi verið goldin ærnu verði.
Vorið 1702 var Árni Magnússon sendur til íslands
til að semja jarðabók um allt landið ásamt Páli
Vidalin, svo og að rannsaka ástand íslands að öðru
leyti. í þetta starf eyddi hann næstu tíu árum, ferð-
aðist um mikinn hluta landsins og komst i samband
við menn úr öllum landshlutum. Það er augljóst hví-
lik tækifæri til söfnunar þessi ár hafa skapað öðr-
um eins safnara og Árna, enda notaði hann sér þau
óspart. Ekki sizt tókst honum að komast yfir ógrynni
skjala, annaðhvort frumbréfin sjálf eða uppskriftir
þeirra. Engu siður var hann óþreytandi að spyrja
uppi hvers konar skinnslitur og snepla, hvar sem
(107)