Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1955, Síða 111
Þegar Árni Magnússon fór frá íslandi í siðasta sinn
1712 má heita aö handritasöfnun hans væri að mestu
lokið. Það sem hann fékk frá Islandi eftir þann
tíma voru aðeins eftirhreytur. Mesta viðbótin af ís-
lenzkum handritum var safn Þormóðar Torfasonar,
sem Árni keypti að honum látnum (1719). Það voru
að meslu pappirsuppskriftir, en margar þeirra eru
merkilegar af því að þær voru gerðar eftir hand-
ritum í liáskólabókasafninu danska, sem fórust síðar
í brunanum mikla 1728. Annað allmikið handrita-
safn keypti Árni úr bókasafni Fr. Rostgaards (1726),
en fæst þeirra voru íslenzk.
Engin heildarskrá er til um safn Árna fyrir brun-
ann 1728, svo að aldrei verður sagt með vissu hve
mikið hefur glatazt. Ýmsar heimildir eru þó til um
handritaeign lians, m. a. skrá um helztu skinnhand-
ritin, og verður af þeim ráðið að tiltölulega fátt
skinnbóka hafi orðið eldinum að bráð. Hins vegar
er ljóst af orðum Árna sjálfs eftir brunann að mikið
hefur brunnið af fornbréfum alls konar, bæði frum-
bréf og uppskriftir, og verður það tjón aldrei bætt
né metið að fullu. Eins virðist allmikið hafa farizt
af yngri handritum og uppskriftum, og verður ekk-
ert um það sagt með vissu live mikið það var né
heldur hve mikil eftirsjá var í þvi. Yitað er og að
Árni missti i brunanum mikið af ýmsum drögum og
athugunum sem hann liafði sjálfur tínt saman og
samið, og hefur þar vafalaust mikill fróðleikur farið
forgörðum. Skinnbókatjónið i brunanum varð miklu
meira og tilfinnanlegra í háskólabókasafninu, því
að þaðan bjargaðist ekkert, eins og áður var drepið
á. Lán í óláni var þó, að bæði Árni og Þormóður
Torfason liöfðu látið skrifa upp fjölda liandrita sem
þar voru geymd, svo að textarnir björguðust, en
hvorttveggja er að uppskriftirnar eru misjafnar að
gæðum og tóku ekki til allra þeirra handrita sem
þar voru varðveitt. Skrár þær sem til eru um
(109)