Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Qupperneq 164
og sjá má í almanakinu 1958, þar sem fjallað er um það
í stuttri grein. Er þar réttilega bent á, að í vísunni sé
talað um lítinn háska en ekki engan háska, og megi
skilja það svo, að undantekningar séu frá reglunni. Þá
er útskýrt hvers vegna reglan geti brugðist og ályktanir
dregnar um það, hvenær slíkt hljóti að gerast, en sú um-
fjöllun er ófullnægjandi og verður ekki rakin hér.
Reglan um þorratungl og páska er ekki ný af nál-
inni, því að forna mynd hennar er að finna í handritum
Rímbeglu frá 12. og 13. öld. I einu þessara handrita
segir: „... þa kemur næst tungl februarii, þat er merki
dagr til 9 vikna fostu, 10 natta ef eigi er hlaupar, enn
11 ef hlaupar er.“ (Alfræði íslensk, Rím II, bls. 140,
sbr. einnig Rím I, bls. 21). Það tungl sem þarna er kennt
við febrúarmánuð, er þorratunglið, en fyrirvarinn um
hlaupár þarfnast nokkurrar skýringar. Þar sem rás viku-
daganna breytist ekki í hlaupárum, heldur einungis dag-
setningarnar, er engan veginn augljóst að sérregla þurfi
að gilda um hlaupárin. Tökum árið 1977 sem dæmi. Ef
það ár hefði verið hlaupár, hefði dagsetning páskadags
orðið 9. apríl í stað 10. apríl, en sunnudagurinn hefði
verið hinn sami; og dagafjöldinn frá laugardeginum, þeg-
ar þorratungl varð tínætt, fram til þess sunnudags, hefði
verið óbreyttur.
En í þessari röksemdafærslu gleymist mikilvægt at-
riði, en það er, að regla Rímbeglu fjallar ekki um raun-
verulegan gang tunglsins, heldur þann tunglgang sem
sýndur er í tungltöflum kirkjunnar og lagður er til
grundvallar við útreikning páska (sjá grein um grund-
völl páskareiknings í Almanaki Þjóðvinafélagsins 1971).
Páskadagur er fyrsti sunnudagur eftir fyrsta tunglfyll- ,
ingardag frá og með 21. mars, en tunglfyllingardagurinn
er ákveðinn með því að fletta upp í fyrrgreindum töfl-
um (eða með rímreglum sem gefa sömu niðurstöðu), en
ekki með stjörnufræðilegum athugunum á gangi tungls-
Dagsetningin sem úr töflunum fæst, fer eingöngu eftir
því, hverjir paktar ársins eru, óháð því hvort árið er
(162)