Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Qupperneq 173
og hvít að neðan. Á henni voru fjórir fætur. Utan á
henni öðrum megin hvíldi olíugeymir úr gleri á dálít-
illi, kringlóttri skál.
Maðurinn minn afhenti mér hátíðlega leiðarvísinn,
sem var á ensku, en í honum sagði hann að stæði allt,
sem máli skipti um meðferð vélarinnar. Mér er lítið
gefið um leiðarvísa. Það gildir einu, á hvaða tungumáli
þeir eru, þeir koma mér sjaldan að gagni. Ég sagði ekk-
ert, en stakk blaðinu upp í skáp.
Fyrsta kvöldið reyndi lítið á vélina, en morguninn
eftir fóru gallar hennar að koma í ljós. Það, sem eink-
um olli erfiðleikum, var, að loginn var allt of mikill og
engin leið að stilla hann. Að vísu var hnappur framan
á vélinni, líkur gorkúlu á löngum legg, sem auðvelt var
að snúa. En það gilti einu, hvort snúið var einn snún-
ing eða tuttugu, loginn breyttist ekki. Þó skal þess getið,
framleiðendunum til verðugs hróss, að með þessum sama
hnappi var hægt að slökkva á vélinni, þó að það tæki
að sjálfsögðu nokkurn tíma. En væri skrúfað frá, varð
loginn strax of mikill, og afleiðingarnar deginum Ijósari.
Pannan varð of heit, eggin brunnu, kjötið brann, og graut-
urinn gerði hverja tilraunina af annarri til þess að kom-
ast upp úr pottinum. Nú mátti alls ekki sjóða upp úr.
Það var eitt af fyrstu boðorðunum. Ef kveikurinn blotn-
aði, varð vélin ónothæf, a. m. k. í bili, og enginn vara-
kveikur fylgdi. Meðan á grautarsuðunni stóð, varð ég
því að standa við vélina og kippa pottinum af í hvert
skipti, sem suðan kom upp, og láta hann svo aftur á,
þegar grauturinn hafði kólnað lítið eitt.
Ég reyndi að setja pottinn á kolavélina, en nú var
morgunfjöriö úr henni, og lá ekki nærri, að hægt
vaeri að halda við suðu á henni. Á svipaða leið fór með
suðuna á kartöflunum. En þó tók út yfir, þegar ég fór
að sjóða fiskinn. Ég hef víst látið fullmikið í pottinn.
Þarna stóð ég með öndina í hálsinum og beið eftir því,
að suðan kæmi upp. Og svo þegar hin mikla stund
rann upp, skeði það, sem ég hafði óttast mest. Soðið
(171)