Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Blaðsíða 66
REIKISTJÖRNURNAR 1982
Á eftir hverjum mánuði í dagatalinu (á bls. 7, 11 o.s.frv.) eru upp-
lýsingar sem eiga að gera mönnum auðveldara að þekkja björtustu
reikistjörnurnar. Þótt útreikningarnir séu miðaðir við Reykjavík, má
yfirleitt nota niðurstöðurnar annars staðar á landinu án mikillar
skekkju, nema tölurnar sem sýna hvenær reikistjörnur eru í hásuðri.
Þær þarf að leiðrétta um 4 mínútur fyrir hverja gráðu sem munar á
lengd staðarins og lengd Reykjavíkur. Á bls. 61 er lengdarleiðréttingar-
tafla, sem miðast reyndar við gang tunglsins, en gildir nokkurn veginn
fyrir reikistjörnurnar líka.
Reikistjörnumar eru hnettir sem ganga umhverfis sólina á sama
hátt og jörðin. Eins og nafnið bendir til, reika þær til á himninum
miðað við aðrar stjömur (fastastjörnurnar). Það er nálægð reikistjarn-
anna sem veldur þvi að hreyfingar þeirra verða svo áberandi á himin-
hvolfinu. Annað einkenni reikistjarnanna er það, að skin þeirra sýnist
kyrrara en skin fastastjarnanna. Reikistjörnurnar er ávallt að finna
nálægt sólbrautinni, og þær reika því um stjörnumerki dýrahringsins.
Innri reikistjörnurnar (Merkúríus og Venus) ganga um sól á þrengri
brautum en jörðin og sjást þess vegna aldrei mjög fjarri sólu. Þær eru
ýmist austan við sól („vinstra megin“) og þá kvöldstjörnur, eða þær
eru vestan við sól („hægra megin“) og þá morgunstjörnur. Sem kvöld-
stjörnur sjást þær best á vorin, en sem morgunstjörnur á haustin.
Hinar reikistjörnurnar eru lengra frá sólu en jörðin, og fjarlægð þeirra
frá sólu á himinhvolfinu eru engin takmörk sett. Þessar ytri reiki-
stjörnur sjást best þegar þær eru í gagnstöðu við sól að vetri til.
Merkúríus (ý) er næst sól af öllum reikistjörnum og fremur erfitt að
sjá hann frá íslandi. Birta hans er mjög breytileg, en þegar hún er mest,
er hann á við björtustu fastastjörnuna (Síríus). Við góð skilyrði má
greina Merkúríus með berum augum um það leyti sem sól er 6° undir
sjónbaug, og er hann þá sýnilegur í nokkra stund eftir myrkur að kvöldi
eða fyrir birtingu að morgni. I góðum sjónauka sýnir Merkúríus
kvartilaskipti líkt og tunglið.
Venus (?) er auðþekkt af því að hún er björtust allra stjarna. Sem
kvöldstjarna verður hún sýnileg berum augum strax eftir sólsetur að
kvöldi, og sem morgunstjarna sést hún fram að sólarupprás, og jafnvel
eftir að sól er komin á loft, ef skilyrði eru góð. 1 sjónauka sýnir Venus
kvartilaskipti líkt og tunglið.
Mars (rj) ber rauðleitan blæ sem einkennir hann frá öðrum reiki-
stjörnum. Birta hans er mjög breytileg, en hann er venjulega daufari
en Júpíter og sambærilegur við björtustu fastastjörnur.
Júpíter (2J.) er alltaf bjartari en nokkur fastastjama og gengur næst
Venusi að birtu meðal reikistjarnanna (Mars getur orðið bjartari, en
það er sjaldgæft). Fjögur stærstu tungl Júpíters eru sýnileg í litlum
sjónauka, þó ekki alltaf samtímis. Á bls. 70 er greint frá því, hvenær
þau myrkvast.
(64)