Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Blaðsíða 93
Árferði
I janúar var hiti í meðallagi sunnanlands, en kaldara
norðanlands. Voru þá talsverðir snjóar norðanlands, en
snjólétt syðra. í febrúar var frekar milt, en miklir umhleyp-
ingar og stórviðri síðast í mánuðinum. f marz voru stillur og
ekki miklir snjóar, en hiti i meðallagi. f apríl var hlýtt, eink-
um norðan- og austanlands. f maí var oftast hlýtt, t. d. var 25
stiga hiti á Akureyri 22. maí. Þó gerði kuldakast um allt land
snemma í maí, og var þá alhvít jörð víða á Suðurlandi. Aftur
gerði kuldakast í maílok. Júní var í meðallagi hlýr, en víðast
hvar þurrviðrasamur og sólríkur. f júlí var einnig oftast í
meðallagi hlýtt, en hitabylgju gerði í lok mánaðarins. Þá
mældist 24 stiga hiti í Reykjavík og 27 stiga hiti á Akureyri. f
ágúst voru víða miklar rigningar, og varð þá eitt sinn sólar-
hringsúrkoman á Hólmi við Reykjavík nær 80 millimetrar.
Fjórir síðustu mánuðir ársins voru fremur kaldir, t. d. var
október hinn kaldasti í Reykjavík síðan 1926.
Brunar
20. janúar brann fiskverkunarhús Bárunnar á Suðureyri,
og varð þar mikið tjón. 21. janúar brann íbúðarhús á Eski-
firði. 1. febrúar skemmdist hús í Flatey á Breiðafirði af eldi.
6. febrúar stórskemmdist íbúðarhús á fsafirði af eldi. 25.
febrúar laust eldingu niður í símalínu í Hrunamannahreppi,
og kviknaði út frá henni í Hruna, en eldurinn var fljótlega
slökktur. 1. marz skemmdist hús í Sandgerði af eldi. 6. marz
stórskemmdist skipasmíðastöðin Vör á Akureyri af eldi, og
var tjónið metið á um 500 milljónir króna. 8. marz brann
íbúðarhús í Njarðvíkum. 27. marz stórskemmdist íbúðarhús í
Hrísey af eldi. 8. apríl skemmdist íbúðarhús á Akureyri af
eldi. 7. maí skemmdist íbúðarhús í Neðri-Tungu í Rauða-
sandshreppi af eldi. 11. maí brann íbúðarhús á Brekku í
Gufudalssveit. Brunnu þar allir innanstokksmunir, og kona
bjargaðist nauðulega. 17. maí skemmdist íbúðarhús við
Framnesveg í Reykjavík af eldi, og beið þar einn maður
bana. 14. júní skemmdist íbúðarhús í Hafnarfirði af eldi, og
(91)