Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Blaðsíða 140
júlí fórst vélbáturinn Skuld frá Vestmannaeyjum undan
Selvogi, og drukknuðu þar tveir menn, en tveimur var
bjargað eftir mikla hrakninga. 12. júlí sökk bátur á Másvatni
í S.-Þing., og fórust þar tveir menn, en einn bjargaðist. 13. júlí
sökk bátur á Gíslholtsvatni í Rangárvallasýslu, og fórst þar
einn maður, en tveir björguðust. 7. ágúst drukknaði maður í
Norðurá í Mýrasýslu. 12. september brotnaði smábáturinn
Bravó frá Vestmannaeyjum í fjöru í Surtsey, en mannbjörg
varð. 26. nóvember fórst vélbáturinn Trausti frá Kópaskeri á
Öxarfirði og með honum tveir menn. 17. febrúar fórst lítil
flugvél við Húsafell og með henni einn maður. 18. júní
nauðlenti íslenzk flugvél í innanlandsflugi á Keflavíkur-
flugvelli. Hún skemmdist dálítið, en slys urðu ekki á mönn-
um. 23. september fórst flugvél í Smjörfjöllum suður af
Vopnafirði, og fórust þar þrír menn. 17. nóvember hrapaði
þyrla við Búrfellsvirkjun og stórskemmdist, en tveir menn,
sem í henni voru, sluppu að mestu ómeiddir. — 27. desember
urðu tveir piltar úti í Hrafnagilshreppi í Eyjafirði.
Ýmis frækileg björgunarafrek voru unnin. 5. apríl vann
Randver Steinsson frækilegt afrek í Ólafsvík, er hann bjarg-
aði litlum dreng, sem fallið hafði í höfnina. 30. maí bjargaði
74 ára gamall maður, Jóhannes Gíslason, 9 ára gömlum
ósyndum dreng frá drukknun í sundlaug Vestmannaeyja.
Vinnuverndarvika var haldin í Reykjavík í febrúarlok, og
var þar einkum rætt um baráttu gegn vinnuslysum. Um 5000
manns tóku þátt í almannavarnaæfingu á Keflavíkurflug-
velli 29. maí. Aðalfundur Slysavarnafélags Islands var
haldinn á Núpi í Dýrafirði í júní. Landsmót Slysavarnafélags
Islands var haldið á Lundi í Öxarfirði í júlílok.
Stjórnmál o. fl.
Allan janúarmánuð fóru fram umræður milli stjórnmála-
flokkanna um stjómarmyndun, en án árangurs. Stjórn
Benedikts Gröndals sat að völdum til 8. febrúar. Þann dag
myndaði Gunnar Thoroddsen nýja stjórn. Stóðu að henni
Alþýðubandalagið, Framsóknarflokkurinn og þrír þing-
menn Sjálfstæðisflokksins (Gunnar Thoroddsen, Friðjón
(138)