Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Blaðsíða 142
Þórðarson og Pálmi Jónsson). Auk þess hét Albert Guð-
mundsson því að verja stjórnina vantrausti, og hún var einnig
studd af Eggert Haukdal, sem þá var utanflokka. Meiri hluti
þingflokks Sjálfstæðisflokksins og þingflokkur Alþýðu-
flokksins voru í andstöðu við stjórnina. Gunnar Thoroddsen
(Sjálfst.) var forsætisráðherra, Friðjón Þórðarson (Sjálfst.)
dóms- og kirkjumálaráðherra, Hjörleifur Guttormsson
(Alþbl.) iðnaðar- og orkumálaráðherra, Ingvar Gíslason
(Frams.) menntamálaráðherra, Ólafur Jóhannesson
(Frams.) utanríkisráðherra, Pálmi Jónsson (Sjálfst.) land-
búnaðarráðherra, Ragnar Arnalds (Alþbl.) fjármálaráð-
herra, Steingrímur Hermannsson (Frams.) sjávarútvegs- og
samgönguráðherra, Svavar Gestsson (Alþbl.) félags-,
heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og Tómas Árnason
(Frams.) viðskiptaráðherra. Þessi stjórn sat síðan að völdum
allt árið.
I apríl var Steingrímur Hermannsson endurkjörinn for-
maður Framsóknarflokksins. f nóvember var Kjartan
Jóhannsson kjörinn formaður Alþýðuflokksins, en Benedikt
Gröndal lét af störfum. f nóvember var Svavar Gestsson
kjörinn formaður Alþýðubandalagsins, en Fúðvík Jósepsson
lét af störfum. í júní var stofnaður nýr stjórnmáiaflokkur,
Kommúnistasamtökin, og var Ari P. Guðmundsson for-
maður hans.
Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra fór í
opinbera heimsókn til Færeyja í júni. Pálmi Jónsson land-
búnaðarráðherra fór í opinbera heimsókn til Bretlands í júlí.
Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra fór í opinbera heim-
sókn til Búlgaríu í nóvember.
Útvegur
Heildaraflinn var 1.500.839 tonn (árið áður 1.640.951).
Freðfiskur var 400.809 tonn (421.621), saltfiskur 186.888
tonn (151.328), skreið 80.195 tonn (31.272), ísfiskur 62.792
tonn (46.247), niðursoðinn og reyktur fiskur 1.678 tonn
(1.876). Fiskmjölsframleiðsla var 764.578 tonn (982.931).
Innanlandsneyzla á fiski var 4.738 tonn (5.676). — Þorskafli
(140)