Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Blaðsíða 186
skrokknum einhverjar aðkenningar, sem það vill losna við,
þegar það hristir sig í þurrviðri, að efnabrigðin séu eitthvað
breytt í líkama ánna, þegar þvagmyndunin er óvenju mikil
o. s. frv.
Atferli dýra getur nú stundum komið af því, hvernig önnur
dýr, sem þau lifa á, haga sér. Menn þykjast t. d. hér í
Reykjavík taka eftir því, að óvenju mikill gangur sé í kríun-
um í görðum, þegar rigning er í nánd, en það mun vera af því,
að ánamaðkar koma þá upp úr moldinni og krían er að bera
sig eftir björginni. Ánamaðkamir eru þá hinir eiginlegu
veðurvitar í þessu tilfelli, en krían aðeins óbeinlínis. Líkt er,
þegar fiskar vaka. Það er talið vita á regn. En fiskarnir vaka,
þegar mýið er nær vatnsfletinum en áður, svo að mýið er
þarna hinn eiginlegi veðurviti. Á sama hátt væri það að
skilja, þegar fuglar, sem eta mý, fljúga lágt, af því að mýið
sveimar lágt. En hvort heldur dýrin, sem menn athuga, eða
dýrin, sem þau lifa á, eru hinir eiginlegu veðurvitar, þá
verður að lokum verkefnið það að finna, hvaða atriði eða
þættir veðursins það eru, sem hafa áhrif á dýrin, og af hvaða
skynjunum athafnir þeirra stjórnast, þegar þau „vita á sig
veður“. Um það vita menn lítið enn þá. En það er eftirtekt-
arvert, að sum dýr virðast breyta hátterni sínu talsvert löngu
áður en veðrabrigðin koma í ljós á þeim áhöldum, sem
veðurfræðingarnir hafa, svo sem loftvog, hitamæli, rakamæli
o. s. frv., svo að það, sem verkar á dýrin, virðast annaðhvort
vera veikari breytingar en veðurfræðitækin sýna, eða þá
einhverjar aðrar breytingar í ástandi lofts og jarðar, sem eru
fyrirrennarar veðrabrigðanna.
Upphaflega birt í Eimreiðinni 1922.
Efnisskrá
Almanak um árið 1982, reiknað hefur og búið til
prentunar Þorsteinn Sæmundsson .........
Árbók íslands 1980, eftir Ólaf Hansson ....
Guðmundur Finnbogason: Veðurspár dýranna
(184)
1
89
174