Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Blaðsíða 165
Frystur humar ........
Fryst hvalkjöt........
Ýmsar sjávarafurðir ..
Ullarteppi og ullarband
Fryst síld ...........
Hörpudiskur ..........
Gömul skip ...........
Þurrkaður saltfiskur ..
Söltuð grásleppuhrogn
Kísilgúr..............
4.153,8 (1.872,7)
4.096,0 (2.371,1)
3.678,6 (866,3)
3.277,0 (1.487,3)
3.192,7 (2.959,4)
2.980,7 (1.708,1)
2.921,0 (1.366,5)
2.528,9 (1.959,1)
2.390,3 (1.274,8)
2.293,1 (1.809,0)
Verðbólgan á árinu var um 60%. Gengi íslenzku krón-
unnar lækkaði um það bil 35% gagnvart flestum erlendum
gjaldmiðlum. Unnið var að undirbúningi þess, að hundrað-
falda verðgildi íslenzku krónunnar í ársbyrjun 1981. Sölu-
skattur hækkaði um 1,5% 14. apríl og varð 23,5%. Gjald-
eyrisdeildir bankanna voru lagðar niður, en í stað þeirra tók
við samstarfsnefnd um gjaldeyrismál. í september voru lögð
sérstök innflutningsgjöld á erlent sælgæti og kex til að vernda
íslenzkan iðnað á þessu sviði gegn erlendri samkeppni. í
ársbyrjun tóku gildi ný hlutafélagalög, og voru þar gerðar
miklar breytingar á eldri lögum, og fækkaði hlutafélögum
verulega. Stofnað var í Reykjavík fyrirtækið Kreditkort h.f.,
en markmið þess er að koma hérlendis upp kerfi kreditkorta,
en þetta kerfi gefur mönnum kost á að kaupa ýmsa vöru og
þjónustu út á kreditkort samkvæmt samningi við fyrirtæki.
Jókst þetta síðari hluta ársins. Notkun á tölvum færðist mjög
í vöxt hjá verzlunarfyrirtækjum. Verzlunarráð íslands setti á
stofn gerðardóm í viðskiptamálum. Seint í ágúst var haldin í
Reykjavík sýning, sem nefnd var „Heimilið 1980“. Voru þar
sýndir allir helztu vöruflokkar, sem á einhvern hátt tengjast
heimilishaldinu. Um 78.000 manns sóttu sýninguna. Á
gamlársdag gaf ríkisstjórnin út bráðabirgðalög um efna-
hagsráðstafanir, einkum um baráttu gegn verðbólgunni.
Sama dag var flest opinber þjónusta hækkuð um 10%. I
febrúar var Hjalti Geir Kristjánsson endurkjörinn formaður
Verzlunarráðs Islands.
(163)