Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Blaðsíða 177
áreiðanlegt stórhríðarmerki, ef þrestir koma heim að bæjum
haust og vor.“
„Lóur eru hljóðar undan illum veðrum á vorin, en syngja
tveim röddum, þegar sólbráð er í vændum og vorblær“ (G.
Fr.).
„Þegar lóan syngur óspart „dýrðin", má vænta góðs“ (J. J„
Arn. Sig.).
„Toppandir eru veðurspáar. Ég hefi oft tekið eftir því, að
þær koma á veturna utan af hafi og á lindir hér við hraunið,
þegar norðanhrota er í vændum — aðeins þá sjást þær á
veturna. — Sumir menn kynnu að halda að þá muni illviðrið
vera skollið á úti á hafinu, svo að spágáfa þeirra komi þar
ekki til mála. En það get ég sagt með sanni, að engin merki
norðanáttar sjást á lofti eða legi stundum, þegar toppöndin
kemur að norðan. Stundum tveir sólarhringir áður en veðrið
skellur á, frá því er „toppa“ sést.“
„Svartfuglar eru jafnvitrir toppöndum að þessu leyti. Þeir
fljúga stundum langt á land 2—3 dögum á undan norðan-
stórhríðum. Þeir vita á sig veðrið á einhvern hátt.“
„Þegar hávellur vella mikið á sjónum að vetrarlagi, þá
þykir illra veðra von“ (G. Fr.).
Yfirkennari Bjarni Sæmundsson, sem góðfúslega hefir
litið yfir handrit mitt, segir um hávelluna: „í ungdæmi mínu
var og kvak hennar talið vera í Grindavík: A—a— aldan ei
gefur að róa, að róa.“
„Blindur er sá maður, sem býr í sveit og neitar því, að
snjótittlingar hafi nokkurt hugboð um ókomin veðrabrigði.
Þeir safnast heim að bæjunum á undan hríðarhretum,
1—2—3 dögum áður en óveðrið byrjar og eru alveg óseðj-
andi að sjá.
En á hinn bóginn ber lítið á þeim, þótt harðindi hafi
gengið og jarðleysur verið, ef hláka er í nánd eða veðurbati"
(G. Fr.).
„Það veit á illt, ef tittlingar hópa sig heim að bæjum og
tísta mikið" (Alm., J. J.).
„Rjúpan veit sínu viti. Hún fyllir sarpinn sinn undan hríð-
um og úrkomu. Þá er hún óeirin í haganum og leitar fyrir sér
(175)