Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Blaðsíða 122
Keppendur þar voru um 250. Unnið var að skíðamann-
virkjum, t. d. í Vatnsendahæð í Reykjavík, við Siglufjörð, í
Vopnafirði og í Sellátradal sunnan Oddsskarðs.
Sund. Mistaramót íslands í sundi innanhúss var haldið í
Reykjavík í marz, og voru þá sett nokkur ný íslandsmet.
íslendingar tóku þátt í Norðurkollukeppni í Gallevare í Sví-
þjóð í apríl og urðu í neðsta sæti. Meistaramótið var haldið í
Reykjavík í júlí og annað fjölsótt sundmót í Reykjavík í
nóvember. Þar setti Ingi Þór Jónsson frá Akranesi fjögur ný
íslandsmet. Meðal þeirra var met í 100 metra flugsundi á
59,7 sekúndum.
Sundknattleikur. Meistaramót ísíands fór fram í Reykjavík í
júní. Ármann varð íslandsmeistari.
Svifflug. íslandsmótið í svifflugi fór fram á Hellu í júlí.
Leifur Magnússon varð íslandsmeistari í fjórða sinn.
Vetrarhátíð. Vetrarhátíð, aðallega helguð skíða- og
skautaíþróttum, fór fram á Akureyri um mánaðamótin
febrúar-marz. í sambandi við hana var haldin sögusýning,
þar sem sýndir voru munir og myndir, sem snerta sögu
vetraríþrótta.
Náttúra íslands
Snarpir jarðskjálftar voru á Kröflusvæðinu í janúarbyrjun
og aftur fyrri hluta febrúar. 16. marz hófst eldgos fyrir norð-
an Leirhnúk, en því lauk að mestu sama kvöld. 10. júlí hófst
hratt landsig á Kröflusvæðinu, og sama dag hófst eldgos í
Gjástykki. Rann allmikið hraun við gosið, en gosinu lauk að
mestu 18. júlí. Seint í júlí fundust margir jarðskjálftakippir í
Grímsey. Heklugos hófst 17. ágúst. Varð þá mikið öskufall
bæði á afréttum sunnanlands og á Norðurlandi allt norður til
Grímseyjar. Olli öskufallið miklu tjóni á beitilöndum sums
staðar á afréttum Rangæinga og Árnesinga. Eftir tvo daga
dró mjög úr gosinu. — 18. október hófst enn gos við Leir-
hnúk, og var talsvert hraunrennsli í fyrstu, en fljótlega dró úr
gosinu, og 24. október var því að mestu lokið. 25. og 26.
desember fundust allmargir jarðskjálftakippir víða norðan-
lands, einkum á Grímseyjarsvæðinu.
(120)