Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Blaðsíða 67
Satúrnus ( h) er að birtu til áþekkur björtustu fastastjörnum. í góðum
sjónauka sjást hinir frægu hringir, sem auðkenna Satúrnus frá öðrum
reikistjörnum. Halli hringanna í átt frá jörðu er minnstur í júní (10°)
en mestur í desember (17°). Stærsta tungl Satúrnusar, Títan, sést í
litium stjörnusjónaukum. Birtustig þess í gagnstöðu er nálægt +8,5.
Til frekari glöggvunar fer hér á eftir mánaðarlegt yflrlit um stöðu
þessara fimm björtustu reikistjarna eins og þær munu sjást frá íslandi
á árinu 1982.
Janúar
Venus er kvöldstjarna í byrjun mánaðarins og er í 8° hæð í suð-
suðvestri frá Reykjavík við myrkur að kvöldi. Þegar líður á mánuðinn
nálgast hún sól og lækkar á lofti. Hún gengur milli jarðar og sólar 21.
janúar og er farin að sjást sem morgunstjarna í mánaðarlok, lágt í
suðaustri í birtingu. Merkúríus er lágt á lofti í suðvestri við myrkur
að kvöldi um og eftir miðjan mánuðinn. Frá 18. til 22. janúar er hann
5° yfir sjóndeildarhring í Reykjavík við myrkur og sest einni stund
síðar. Mars, Satúrnus og Júpíter koma upp eftir miðnætti, í þessari röð.
1 fyrstu eru þeir allir í meyjarmerki og nokkuð jafnt bil á milli þeirra
(um 15°). Júpíter er austast og bjartastur, en Mars er vestast, daufastur
í fyrstu, en birta hans fer vaxandi, svo að hann verður bjartari en
Satúmus þegar á mánuðinn líður. Allir ganga þeir til austurs en Mars
fer hraðast og nálgast ört Satúrnus, sem fer hægast. Um miðjan mánuð-
inn er Júpíter kominn í vogarmerki.
Febrúar
Mars, Satúrnus og Júpíter koma upp síðla kvölds, í þessari röð,
og teljast morgunstjörnur. Mars og Satúrnus eru í meyjarmerki en
Júpíter í vogarmerki. Júpíter er þeirra bjartastur. Þeir hreyfast lítið
úr stað, en Mars nálgast þó heldur Satúrnus, svo að bilið milli þeirra
er aðeins 3° seinni hluta mánaðarins. Eru þeir þá skammt norðan við
björtustu stjörnuna í meyjarmerki (Spíku), Mars heldur vestar, bjartari
en Satúrnus og rauðleitari. Venus er morgunstjarna og fjarlægist sól
en hækkar nær ekkert á lofti. Hún er aðeins +-5° yfir sjóndeildarhring
í suðaustur frá Reykjavík í birtingu en er þó mjög áberandi vegna
þess hve björt hún er (birtustig hennar seinni hluta mánaðar er —4,3).
IMars
Mars og Satúrnus eru í meyjarmerki og koma upp fyrir miðnætti.
* Síðla mánaðar eru þeir á lofti allar stundir þegar dimmt er. Júpíter er
í vogarmerki og kemur upp nálægt miðnætti. Hann er bjartastur þeirra
þriggja, þótt Mars verði stöðugt bjartari, þegar á mánuðinn líður.
I byrjun mánaðar er Mars aðeins 3° vestan við Satúrnus, en bilið
breikkar skjótt, því að Mars reikar hraðar til vesturs. Venus er morgun-
stjarna, lágt á lofti í suðaustur frá Reykjavík fyrir sólarupprás. Hún er
mjög björt, en þótt hún sé enn að fjarlægjast sól, lækkar hún á lofti og
þegar líður á seinni hluta mánaðarins kemur hún ekki upp fyrr en
eftir að bjart er orðið.
(65)