Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Blaðsíða 145
Umferð hófst um Borgarfjarðarbrú.
dalsá í Steingrímsfirði, Hjaltadalsá í Skagafirði, Hálsá í
Svarfaðardal, Hrúteyjarkvísl í S.-Þing., Selá í Vopnafirði,
Skjaldþingsstaðaá í Jökulsárhlíð, Grenlækur í Meðallandi,
Flóaáveituskurður, Hróarsholtslækur og Baugsstaðaá í Flóa.
Hafin var bygging brúar yfir Héraðsvötn hjá Grundarstokki.
Hafin var bygging Höfðabakkabrúar yfir Elliðaár í Reykja-
vík milli Breiðholtshverfis og Árbæjarhverfis.
Hafnir. Miklar hafnarframkvæmdir voru í Reykjavík,
bæði í vesturhöfninni og Sundahöfn. Unnið var að olíuhöfn í
Orfirisey og skjólgarði fyrir hana. I Sundahöfn var einkum
unnið við Kleppsbakka og Holtabakka í austanverðri höfn-
. inni. Unnið var að undirbúningi að því að koma upp flot-
bryggju í Sundahöfn. Eimskipafélag Islands flutti starfsemi
sína að verulegu leyti í Sundahöfn. Unnið var að hafnar-
framkvæmdum m. a. á Akranesi, Ólafsvík, Stykkishólmi,
Patreksfirði, Þingeyri, Suðureyri, Bolungarvík, ísafirði,
Súðavík, Hvammstanga, Sauðárkróki, Hofsósi, Siglufirði,
Hrísey, Dalvík, Hjalteyri, Akureyri (m. a. bílavog sett upp),
Grenivík, Húsavík, Kópaskeri, Borgarfirði eystra, Eskifirði,
(143)