Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Blaðsíða 95
vörugeymsla Friðriks Óskarssonar í Vestmannaeyjum. Varð
þar mikið tjón, en tveir menn björguðust naumlega. 20.
desember brunnu í Höfnum, Gullbringusýslu, þrjú hús, sem
ætluð voru fyrir iðnað. 21. desember stórskemmdist hús við
Brautarholt í Reykjavík af eldi, og fórst þar skozkur maður.
27. desember brann íbúðarhús á Hofströnd í Borgarfirði
eystra. 28. desember brann íbúðarhús á Miðtúni í Hvol-
hreppi.
Slökkvilið Reykjavíkur var kvatt út 353 sinnum (474
sinnum árið áður) og Slökkvilið Akureyrar 73 sinnum (80).
Námskeið fyrir slökkviliðsmenn var haldið í Reykjavík í
október.
Búnaður
Tíð var fremur góð um vorið, og var grasspretta ágæt víða
á landinu, einkum sunnanlands. Nokkurt kal var í túnum,
einkum á Norður-Ströndum og á austanverðu Norðurlandi,
t. d. í Svarfaðardal, Ólafsfirði og sums staðar í Suður-Þing-
eyjarsýslu. Roðamaur olli skemmdum á túnum á nokkrum
bæjum í Eyjafirði. Víðast hvar var tíð fremur hagstæð um
sláttinn, einkum norðanlands. Nýting heyja var víðast hvar
góð og heyfengur talsverður, einkum á Suðurlandi. Nokkuð
af heyi var selt til Noregs. Heklugosið í ágúst olli miklu
öskufalli sums staðar á afréttum Sunnlendinga og Skagfirð-
inga. Var þá talin hætta á flúoreitrun í sauðfé, og voru af-
réttirnir smalaðir og fé flutt til byggða. Graskögglafram-
leiðsla var 12.458 lestir (árið áður 9.671 lest). Lokið var
mikilli stækkun graskögglaverksmiðjunnar í Gunnarsholti.
Kornrækt var stunduð á fjórum stöðum, Sámsstöðum í
Fljótshlíð, Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum. Norðurhjáleigu í
Álftaveri og Bakkakoti í Meðallandi. Uppskera var 28.5
lestir. Kartöfluuppskera var um 175.000 tunnur (árið áður
60.886). Gulrófnauppskera var góð. Hún var 9.023 lestir
(2.709). Tómatauppskera var um 500 lestir (470), gúrkuupp-
skera 370 lestir (360), hvítkálsuppskera 300 lestir (304), gul-
rótauppskera 140 lestir (90) og blómkálsuppskera 120 lestir
(70).
(93)