Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Blaðsíða 183
að hára lömbum, sem inni stóðu, og hélt mér mundi sleppa
til að skilja við það á meðan og hljóp því heim og snaraði
fram til þeirra hári, en er ég kom fram með tugguna, reið yfir
fyrsti bylurinn og kvíslaðist alveg ir.n að stafni; hljóp ég þá út
að sjá til veðurs, og var þá svo myrkt af hríðinni, að ég átti
fullt í fangi að ná bænum rétt undan henni. Hélzt veðrið
þann dag allan og nóttina eftir, svo eigi var til hugsandi að
4 vitja fjárins. I birtingu morguninn eftir slotaði dálítið og
rofaði til, fóru þá allir sem treystust að tína saman það sem
við fundum; lá það afvelta og niðurfrosið á gljánni, kind og
kind í stað. Loks sáum við glóra í fjárhnapp skammt frá
okkur, var Flekkur þar að vefjast utan um aðalhnappinn til
að verja hann reki, alveg á bersvæði, en alblindur virtist
okkur hann (jafnt á báðum augum) af hríðinni. Rifum við
þegar frá augunum á honum og rákum af stað, og var þá
knálega róið „fram /“, þar sem Flekkur átti hlutinn að; en 3
kindur hafði hann misst úr þessum hóp, sem hann hafði verið
að vefjast fyrir, og hröktu þær ofan á jafnsléttu. — Sumt af
» hinu fór til dauða. —
Vorið 1892 var mjög kalt hér neðra; þó var orðið alautt við
sjóinn, en það vor bar hann sig þó verst á ævi sinni. Á
uppstigningardag var hitasólskin og blæjalogn; þá fékkst
hann hvergi frá húsi og leit eigi í jörð, heldur stóð og hímdi;
hélt ég þá, að hann væri að drepast, og gekk til hans og strauk
honum, en það kom fyrir ekki; lét ég hann þá inn og gaf
honum, og át hann mjög lítið, en morguninn eftir var komið
snjóbleytuhlað og haglaust yfir allan Borgarfjörð; hélzt það
fram í 8. viku sumars, að aftur fór að svía til og snjór að síga,
sem þá var orðinn ómunalega mikill.“
Þá er það almenn trú hér á landi og annarstaðar, að kettir
séu veðurspáir. Ef köttur þvær sér upp fyrir eyrað á vetrar-
dag, kemur hláka. Ef hann teygir sig og hleypir klónum fram,
er sagt hann hvessi klærnar eða taki í klærnar, og boðar það
storm. Sama er, ef gamlir kettir leika sér. Veður kemur úr
þeirri átt, sem köttur klórar sér í. Ef kettir rífa tré með
klónum, boðar það hrakviðri á sumrum, en stórhríð á vetrum
(J. J., sbr. Þjóðsögur Jóns Árnasonar II, 559).
(181)