Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Blaðsíða 135
eiga 48,40%, Reykjavíkurbær 45,95% og Akureyrarbær
5,65%. Þing íslenzkra rafveitna var haldið í Reykjavík í maí.
Rannsóknir
Nokkrir erlendir rannsóknaleiðangrar unnu að rannsókn-
um hér á landi eins og að undanförnu.
Norræna eldfjallastöðin vann að mælingum á hreyfingum
í jarðskorpunni, einkum á Vestmannaeyjasvæðinu og
Kröflusvæðinu, að nokkru leyti í samvinnu við Orkustofnun
og Raunvísindastofnun Háskólans. Fimm nýjum jarð-
skjálftamælum var komið fyrir í nágrenni Heklu. Eldfjalla-
stöðin vann áfram að rannsóknum á eldgosum fyrr á tímum
og efnasamsetningu basalthrauna. — Orkustofnun vann að
vatnsaflsrannsóknum og jarðhitarannsóknum og ennfremur
að landmælingum, kortagerð og umhverfisrannsóknum. í
maí var haldin í Reykjavík á vegum Orkustofnunar ráðstefna
um 70 vísindamanna frá sex löndum um niðurstöður rann-
sóknaborana, sem framkvæmdar voru á Reyðarfirði 1978. Á
vegum Háskóla Sameinuðu þjóðanna og Orkustofnunar var
um sumarið haldið námskeið í jarðhitafræðum. Sóttu það
tveir Kínverjar, tveir Filippseyingar, einn Indverji, einn frá
Honduras og einn frá E1 Salvador. Landsvirkjun og Raun-
vísindastofnun Háskólans unnu að rannsóknum á suð-
vesturhluta Vatnajökuls. Raunvísindastofnun Háskólans
vann að fjölda verkefna á sviði eðlisfræði, efnafræði, jarð-
vísinda, reiknifræði og stærðfræði. Hún vann að jarð-
skjálftarannsóknum í samvinnu við Orkustofnun, Norrænu
eldfjallastöðina og jarðeðlisfræðideild Veðurstofu fslands.
— Rannsóknastofnun landbúnaðarins vann að sauðfjár-
rannsóknum á öllum tilraunastöðvum stofnunarinnar og á
skólabúunum á Hvanneyri og Hólum. Tilraunir með fóðrun
nautgripa voru gerðar í Laugardælum, Gunnarsholti og á
Möðruvöllum. Þar voru gerðar tilraunir með ýmsar slóg-
meltur. Beitartilraununum, sem hófust 1975, lauk að mestu á
árinu. Bútæknideild vann að vélaprófunum, tilraunum með
jarðræktartækni og nýrri tækni við búfjárhirðingu. Unnið
(133)