Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Blaðsíða 106
haldið í Reykjavík í október, og sóttu það ýmsir erlendir
framámenn Mormóna. Nokkrir grænlenzkir framámenn
heimsóttu fsland í október, t. d. J. Motzfeldt, formaður
grænlenzku landstjórnarinnar, L. E. Johansen, atvinnu-
málaráðherra Grænlands, o. fl. Forseti Hæstaréttar Finn-
lands, C. Olsson, heimsótti fsland í nóvember. Mennta-
málaráðherra Svíþjóðar. J. E. Wikström og Inger frú hans
heimsóttu ísland í nóvember, og hélt frúin þá tónleika í
Reykjavík. Norrænt málþing um heimspeki var haldið í
Reykjavík um mánaðamótin nóvember-desember.
Hervarnir
Nokkrar deilur stóðu um framkvæmdir á Keflavíkurflug-
velli á næstunni. Einnig stóðu deilur um það, hvort kjarn-
orkuvopn væru geymd þar eða ekki.
íbúar íslands
1. desember 1980 var íbúatala íslands 229.187 (1. des.
1979: 22.724). Af þeim voru karlmenn 115.522 (114.335) og
konur 113.658 (112.389). Á árinu fæddust 4.528 lifandi börn
(4.475). Af þeim voru 2.319 sveinar (2.289) og 2.209 meyjar
(2.186). 22 börn fæddust andvana (17). Óskilgetin börn voru
1.800 (1.37). Dauðsföll voru 1.540 (1.481). Hjónavígslur
voru 1.306 (1.452), hjónaskilnaðir 449 (394). fbúar Reykja-
víkur voru 83.766 (83.536), annarra kaupstaða 88.759
(87.249), en sveita og kauptúna 56.662 (55.939). Til landsins
fluttust 1.796 manns (1.848), en 2.336 af landi brott (2.373).
Til landsins fluttust 468 frá Danmörku (428), 452 frá Svíþjóð
(486), 227 frá Noregi (257), 213 frá Bandaríkjunum (183),
115 frá Bretlandi (108). Af landi brott fluttust 708 til Sví-
þjóðar (649), 575 til Danmerkur (621), 349 til Noregs (298),
275 til Bandaríkjanna (266), 90 til Bretlands (131).
Af íbúum landsins voru 213.147 1 Þjóðkirkjunni (210.577),
í fríkirkjunni í Reykjavík 5.777 (6.016), í fríkirkjunni í
Hafnarfirði 1.676 (1.637), rómversk-kaþólskir 1.614 (1.571), í
Óháða söfnuðinum í Reykjavík 1.247 (1.300), í Hvítasunnu-
söfnuðinum 691 (660), Aðventistar 659 (665), Vottar Jehova
(104)