Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Blaðsíða 102
Fulltrúar erlendra ríkja
Sendiherrar: 13. marz afhenti nýr sendiherra Italíu, F.
Ferretti, forseta íslands skilríki sín. Sama dag afhenti sendi-
herra Egyptalands, A. F. Hosny, skilríki sín. Sama dag af-
henti sendiherra Argentínu, J. C. Vignaud, skilríki sín. Nýr
sendihera Grikklands, E. P. Lagacos, afhenti skilríki sín 2.
júní. Nýr sendiherra Spánar, A. Valls, afhenti skilríki sín 9.
júní. Sama dag afhenti nýr sendiherra Búlgaríu, G. A.
Andréev, skilríki sín. Nýr sendiherra Albaníu, D. Lamani,
afhenti skilríki sín sama dag. Nýr sendiherra Austurríkis, E.
Pichler, afhenti skilríki sín í júní. Nýr sendiherra Perú, C.
Vasquez-Ayllon, afhenti skilríki sín í júní. Nýr sendiherra
Portúgals, A. C. Matias, afhenti skilríki sín í júlí. Sendiherra
Bangladesh, M. Faiz, afhenti skilríki sín 14. ágúst. Sendi-
herra Tyrklands, H. Özgul, afhenti skilríki sín 12. nóvember.
Hinn 29. nóvember afhenti nýr sendiherra Ungverjalands,
dr. L. Nagy, skilríki sín.
Ræðismenn: 17. janúar varSvanurEiríksson viðurkenndur
kjörræðismaður Vestur-Þýzkalands á Akureyri. 31. marz var
Jón R. Magnússon viðurkenndur aðalræðismaður Suður-
Afríku í Reykjavík.
Heilbrigðismál
Talsvert kvað að farsóttum á útmánuðum, svo sem kvef-
pest, hettusótt og hlaupábólu. Inflúenzufaraldur gekk um
vorið. Salmonellasýklar virtust breiðast mjög út hér á landi.
Lúsar varð allvíða vart meðal skólabarna. Unnið var að
víðtækum aðgerðum til varnar fósturskemmdum af völdum
rauðra hunda. Voru konur á barneignaaldri bólusettar gegn
veikinni. Heilsugæzlustöð var tekin í notkun í Borgar-
spítalanum í Reykjavík, og þjónar hún Fossvogshverfi.
Slysadeild var flutt í nýtt húsnæði í Borgarspítalanum. Nýja
geðdeildin í Landspítalanum var tekin í notkun í júní.
Landssamtökin Þroskahjálp keyptu hús í Kópavogi fyrir
starfsemi sína. Námskeið um sýkingarvarnir í sjúkrahúsum
var haldið í Reykjavík í október. Heilbrigðisþing var haldið í
(100)