Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Blaðsíða 178
um miðlinga og ber, fræ og rjúpnalauf og lyngbarr og skóg-
arbarr.
Rjúpan verður nærgöngul bæjum, því líkt sem músin, á
undan harðindavetrum. Mjög er tekið til þess enn í dag, hvað
hún var nærri bæjum haustið fyrir frostaveturinn.
Stundum voru rjúpnahópar hér í sýslu, það sumar síðla,
reknir heim að húsadyrum og bæja. Þær flugu ekki upp fyrri
en kreppt var að þeim. Það sumar gengu þær mjög í túnum
og sáðgörðum.
En um veturinn féllu þær úr hungri og frusu til bana“ (G.
Fr.).
„Það veit á illt, ef rjúpur eru styggar og ólmar að tína og
mikið er í sarp þeirra, þegar þær eru skotnar; en ef þær eru
spakar og sarpur þeirra tómur, veit það á gott. Ef menn sjá
rjúpur í gili og þær halda sig öðru megin í því, má eiga von á
illu, og sitja þá rjúpurnar þeim megin, er hlé veitir í veðrinu"
(J. J.).
„Kringum Vestmannsvatn í Reykjadal og víðar er mikið
mark tekið á brúsanum (himbrimanum). Þegar hann sveimar
mikið í lofti og lætur mikið til sín heyra, má búast við úr-
komu og óveðri (Arn. Sig., J. J.).
„Það ólst ég upp við, því að það var himbrimi á vatni hjá
okkur á Breiðabólsstað," sagði frú Theodóra Thoroddsen, er
ég las henni þetta.
„Þá er lómurínn veðurspár fugl, því að hann spáir bæði um
þurrk og regn, og má heyra á hljóðunum í honum, hvers má
vænta. Fyrir þurrki gargar hann og segir: „Þurrka traf,“ en
fyrir óþurrki vælir hann og segir: „Marvott“. Þegar hann
vælir, segir fólk: „Nú tekur lóminn í lærið,“ og býst þá við
illu. (J. J. — Sbr. Ljóðmæli Jóns Þorlákssonar II, 524).
„Þegar spói vellir mikið, er votviðri í nánd“ (J. J., Alm.).
„Vætukjói barmar sér og vælir fyrir vætu“ (J. J„ Arn. Sig).
Álftir og gæsir vita oft óveður í rassinn á sér“ (J. J„ Arn. Sig.).
„Þegar þurrkur eða stormur er í nánd, lygnir krummi í lofti
og bomsar einkennilega í honum: „Nú er þerrihljóð í
krumma," segja gömlu mennirnir, þegar svo lætur í honum í
(176)