Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Blaðsíða 179
votviðri, og veit þá jafnan á þurrviðri“ (J. J. úr Vest-
ur-Skaftafellssýslu). „Ef krummi „ber vatn í nefinu“ o :
bomsar eða smellir og eins og gutlar við, veit það á votviðri"
(J. J. úr Arnarfirði).
„Ef landfuglar baða sig í vatni, veit á úrkomu“ (J. J.).
Þetta eru þá nokkrar íslenzkar athuganir á veðurspám
fugla, og munu margir kannast við. 1 öðrum löndum eru
fuglar ekki síður veðurvitar alþýðu manna en hér og sumt
sömu fuglarnir og hjá okkur, t. d. þrösturinn, lóan, spóinn,
hrafninn. Spóinn heitir t. d. Regnspove á dönsku, lóan
Regenpfeifer á þýzku.
í þýzka náttúrufræðistímaritinu Himmel und Erde, 1908,
er grein eftir Dr. Knauer: Die Wetterpropheten der Tierwelt,
um hið helzta, sem höfundur telur áreiðanlegt um veðurspár
dýra. Þar segir meðal annars:
„Villigæsir og villiendur eru áreiðanlegir veðurvitar. Sjáist
villigæsir í mildu veðri fljúga suður, þá má treysta því, að kalt
veður kemur innan fárra daga; en fljúgi gæsir norður, þá er
milt veður í vændum, þó að frost sé í bili. Þannig var eftir því
sem L. Buxbaum segir allur veturinn 1899 mjög mildur, og
einnig fyrstu dagana í desember var hitinn +2° R. í slíku
veðri mátti sjá fyrstu villigæsirnar fljúga suður 3. desember.
Aðrir hópar komu á eftir 4. og 6. des. En 8. des. lækkaði
hitinn ofan í -t-60 R og síðan meir, ofan í 4-14° R. 18. des.
flugu gæsirnar aftur norður, og var þá 4-1 R., og 30. des. sté
hitinn upp í +4° R. og kom hláka. Þetta milda veður hélzt til
10. jan. 1900. Þann dag flugu gæsirnar aftur suður, og næsta
dag lá Taunus hulinn snjó og kuldinn 4-2°R.“
Þá er að minnast á nokkur önnur dýr. Það er engin ný
kredda, að hestar viti á sig veður, og sýnir sagan um Kengálu
í Grettissögu það: „Nokkurri stundu síðar talaði Ásmundr
til, at Grettir skyldi geyma hrossa hans. Grettir kvað sér þat
betra þykkja en bakeldagerðin. „Þá skaltu svá at fara,“ sagði
Ásmundr, „sem ek býð þér. Hryssu á ek bleikálótta, er ek
kalla Kengálu; hon er svá vís at um veðráttu ok vatnagang, at
þat mun aldri bresta, at þá mun hríð eftir koma, ef hon vill
eigi á jörð ganga; þá skaltu byrgja í húsi hrossin, en halda
12
(177)