Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Blaðsíða 143
var 426.194 tonn (359.485), ýsu- og lýsuafli 47.567 tonn
(51.823), ufsaafli 52.170 tonn (57.042), spærlingsafli 4.112 tonn
(14.269), löngu- og blálönguafli 3.122 tonn (3.758), keiluafli
3.051 tonn (3.554), steinbítsafli 8,503 tonn (10.328), skötu-
selsafli 529 tonn (438), karfaafli 69.338 tonn (62.221), lúðu-
og grálúðuafli 28.997 tonn (18.479), skarkolaafli 5.153 tonn
(4.459), annar flatfiskafli 385 tonn (630). Síldarafli var 49.945
tonn (45.080). Nokkur íslenzk skip seldu síld í Danmörku
seinni hluta haustsins, en fengu yfirleitt lágt verð fyrir hana.
Loðnuafli var 759.518 tonn (963.557). Á árinu veiddust
52.137 laxar (64.228). Meðalþungi veiddra laxa var meiri en
nokkru sinni fyrr eða 9.6 pund. Mesta laxveiðiáin var Laxá í
Aðaldal. Þar veiddust 2.324 laxar, en næst var Þverá í
Mýrasýslu 1.938 laxar. Unnið var að laxeldisstöðvum á
Nauteyri í N.-ís., á Hólum í Hjaltadal, við Húsavík og í
Straumsvík við Hafnarfjörð. Stöðin á Hólum mun einnig
verða kennslustöð í þessari búgrein. Kýlapest kom upp í
laxaseiðum í fiskeldisstöðinni í Húsatóftum við Grindavík,
og varð að lóga öllum seiðunum. Um 120.000 laxaseiði voru
seld til Noregs. Stofnað var félagið Fiskeldi h.f. til að starfa að
fiskeldi, einkum laxeldi, hér á landi. 437 hvalir veiddust á
árinu (440). Af þeim voru 236 langreyðar (260), 101 búrhveli
(141) og 100 sandreyðar (84). Humarafli var 2.397 tonn
(1.440), rækjuafli 9.200 tonn (8.519) og hörpudiskafli 8.974
tonn (7.794). Ýmis tíma- og svæðabundin veiðibönn voru
sett á árinu að tillögum fiskifræðinga. Fyrirtækið Traust hf.
tók upp ýmsar nýjungar á sviði sjávarútvegs og fiskvinnslu,
t. d. nýja gerð af skreiðarpressum, slægingarvél fyrir kol-
munna, sérstakt söltunarkerfi, þar sem salti er dreift með
loftblæstri, gámakerfi fyrir fiskiskip o. fl. Skipastóll íslend-
inga var í árslok 970 skip, samtals 187.327 lestir (í árslok 1979
979 skip, samtals 194,464 lestir). Útflutningur sjávarafurða
var sem hér segir í millj. kr. (í svigum tölur frá 1979):
Fryst fiskiflök ..................... 123.080,2 (88.573,5)
Óverkaður saltfiskur .................. 49.155,1 (26.979,1)
Skreið ................................ 33.532,8 (5.062,9)
(141)