Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Blaðsíða 174
Guðmundur Daníelsson, Guðmundur G. Hagalín, Halldór
Laxness, Indriði G. Þorsteinsson, Kristmann Guðmundsson,
María Markan, Snorri Hjartarson, Tómas Guðmundsson,
Valur Gíslason og Þorvaldur Skúlason. Úr Launasjóði rit-
höfunda fengu 80 starfslaun. Af þeim voru í hæsta flokki (til
níu mánaða) þau Jakobína Sigurðardóttir, Ólafur Jóhann
Sigurðsson, Ólafur Haukur Símonarson og Svava Jakobs-
dóttir. Páll H. Jónsson hlaut verðlaun Reykjavíkurborgar
fyrir beztu frumsömdu barnabókina, en Árni Blandon og
Guðrún Þórisdóttir fyrir beztu þýddu barnabókina. Gunn-
hildur Hrólfsdóttir fékk verðlaun Rikisútgáfu námsbóka
fyrir beztu bókina handa börnum á skólaskyldualdri. Úr
Minningarsjóði Barböru Árnason fékk Sveinn Björnsson
listmálari verðlaun. Þessir listamenn fengu dvalarstyrk úr
Menningarsjóði: Briet Héðinsdóttir leikari, Edda Jónsdóttir
og Ragnheiður Jónsdóttir (sameiginlega) myndlistarmenn,
Gréta Sigfúsdóttir rithöfundur, Jóhannes Helgi Jónsson rit-
höfundur, Kristín G. Magnús leikari, Leifur Þórarinsson
tónskáld, Magnús Pálsson myndlistarmaður og Tryggvi
Ólafsson myndlistarmaður. Atli Heimir Sveinsson tónskáld
fékk styrk úr Menningarsjóði til útgáfu íslenzkra tónverka.
Starfslaun listamanna fengu Árni P. Jóhannsson (skúlptúr),
Edda Jónsdóttir (grafik), Einar Jóhannesson (tónlist), Frið-
rik Þ. Friðriksson (kvikmyndir), Hallmundur Kristmundsson
(myndlist), Karólína Eiríksdóttir (tónlist) og Magnús
Kjartansson (skúlptúr). Reykjavíkurborg veitti í fyrsta sinn
starfslaun listamanna, og hlaut þau Magnús Tómasson
myndlistarmaður. Guðmundur Steinsson og Þorsteinn
Antonsson fengu styrk úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins.
Manuela Wiesler tónlistarmaður hlaut Sonningverðlaunin,
sem veitt eru í Kaupmannahöfn.
Listsýning. í apríl var haldin í Reykjavík sýning á frum-
myndum eftir ýmsa heimsfræga málara, svo sem Matisse,
Picasso o. fl. Voru myndirnar fengnar að láni úr norsku
listasafni.
Niðjamót. Mörg niðjamót voru haldin víða um land, en
slíkt hefur færzt mjög í vöxt á síðustu árum.
(172)