Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Blaðsíða 166
Vinnumarkaður
Atvinnuleysi var lítið á árinu. 1. janúar voru 797 skráðir
atvinnulausir (1. janúar 1979 1088), í. júní 481 (864), 1. des-
ember 405 (549). Allmargir íslendingar störfuðu erlendis,
einna mest í Svíþjóð, en talsvert af útlendingum starfaði á
Islandi, einkum stúlkum frá Ástralíu og Nýja Sjálandi í
frystihúsunum. — 20. marz hófst verkfall sjómanna á ísafirði
og stóð til 25. apríl. Laun hækkuðu yfirleitt um 11,7% 1. júní.
Bandalag starfsmanna ríkis og bæja undirritaði samninga við
ríkið 20. ágúst. Þeir voru samþykktir í félögunum t septem-
berbyrjun, og hækkuðu flest laun um það bil 1%. Samning-
arnir giltu til 31. ágúst 1981. Félög bókagerðarmanna gerðu
ýmis smáverkföll í septemberlok, og truflaðist útkoma dag-
blaða þá dálítið. 27. október tókust samningar milli Al-
þýðusambands íslands og Vinnuveitendasambands íslands.
Var kauphækkun að meðaltali nálægt 10%, en meiri í lægstu
flokkunum. Miklar breytingar urðu á röðun starfa í launa-
flokka, sem urðu um 30 alls. Jafnhliða samningunum og í
sambandi við þá hét ríkisstjórnin ýmsum félagslegum um-
bótum, svo sem í sambandi við fæðingarorlof, sjómenn fái
lífeyri frá 60 ára aldri, tekjutrygging hækki, ráðstafanir verði
gerðar í dagvistunarmálum o. m. fl. Þrátt fyrir samningana
27. október voru ýmsar vinnudeilur í nóvember og nokkrar
vinnustöðvanir, t. d. við Hrauneyjafossvirkjun 18.—28.
nóvember og hjá ýmsum hópum iðnaðarmanna litlu síðar.
Verkfall bankamanna stóð frá 8, —12. desember. Benzinaf-
greiðslumenn á Suðvesturlandi hófu verkfall 29. desember,
og stóð það til 6. janúar 1981.
Samþykkt voru á Alþingi lög um aðbúnað, hollustuhætti
og öryggi á vinnustöðum. Þrjú félög, Hið íslenzka prentara-
félag, Bókbindarafélag íslands og Grafiska sveinafélagið,
voru í nóvember sameinuð í eitt félag, Félag bókagerðar-
manna. í maí var Páll Sigurjónsson endurkjörinn formaður
Vinnuveitendasambands íslands. Þing Alþýðusambands ís-
lands var haldið í Reykjavík í nóvember. Þar var Ásmundur
Stefánsson kjörinn forseti sambandsins, en Björn Þórhalls-
(164)