Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Blaðsíða 69
Október
Venus er morgunstjarna en mjög nærri sól. Eftir 10. október kemur
hún ekki upp í Reykjavík fyrr en eftir að bjart er orðið. Um svipað
leyti er Merkúríus farinn að sjást á morgunhimninum nokkru lengra
frá sól. Frá 14. október til 23. október er hann i 8-9° hæð í aust-suð-
austur frá Reykjavík í birtingu. Birta hans fer vaxandi þessa daga, og
reyndar fram tÚ mánaðamóta, en þá er hann farinn að nálgast sól
á ný og lækka á lofti.
Nóvember
Mars er kvöldstjarna í bogmannsmerki, mjög lágt á lofti og lítið
áberandi. Satúrnus er morgunstjarna í meyjarmerki. Hann fjarlægist
sól og hækkar á lofti og í mánaðarlok er hann kominn í 15° hæð í suð-
suðaustri í birtingu séð frá Reykjavík.
Desember
Mars er kvöldstjarna en lágt á lofti og fremur daufur. Hann gengur
úr bogmannsmerki í steingeitarmerki og er kominn í 8° hæð í suð-
suðvestur frá Reykjavík við myrkur að kvöldi í mánaðarlok. Satúrnus
er morgunstjarna í meyjarmerki og er í 15-16° hæð á suðurhimni í-
birtingu í Reykjavík. Júpíter er einnig morgunstjarna, í vogarmerki,
miklu bjartari, en nær sól og lægra á lofti. Hæð hans yfir sjóndeildar-
hring í birtingu séð frá Reykjavík er aðeins 2° (í suðaustri) í byrjun
mánaðarins en 6° (í suðri) í mánaðarlok.
Úranus (W) er í sporðdrekamerki allt árið og liggur því illa við
athugun frá íslandi. Hann er í gagnstöðu við sól 24. mai og sést því
helst síðari hluta vetrar. Birtustig hans er +5,5 en vegna þess hve lágt
hann er á lofti er ekki mögulegt að sjá hann með berum augum. Eftir-
farandi tafla sýnir stöðu Uranusar í stjörnulengd (a) og stjörnubreidd
(8) og hvenær hann er í hásuðri í Reykjavík, en þá er hann hæst á lofti,
5° yfir sjónbaug og kominn upp fyrir 2\ stundu.
í suðri a 8 / suðri a 8
í Rvík t m O í Rvík t m o
l.febr. 08 51 16 08 -20,8 1. apríl 05 01 16 10 -20,9
1. mars 07 03 16 11 -20,9 1. maí 02 59 16 06 -20,7
Neptúnus ( + ) er syðst í sólbrautinni og reikar milli merkja naður-
valda og bogmanns. Hann er því mjög lágt á lofti og erfitt að sjá hann
frá íslandi. Birtustig hans er um +8 svo að hann sést aldrei án sjónauka.
Plútó (E) er allt árið í meyjarmerki, nálægt mörkum þess og hjarð-
mannsmerkis. Birtustig hans er nálægt +14 svo að hann sést aðeins í
góðum stjörnusjónaukum. Árið 1979 gekk Plútó inn fyrir braut Neptún-
usar og verður nær sól en Neptúnus fram til 1999.
(67)