Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Blaðsíða 180
þeim norðr á hálsinn, þegar er vetr leggr á; þætti mér þurfa,
at þú leystir þetta verk betr af hendi en þau tvau, sem áðr hefi
ek skipat þér.“ Grettir svarar: „Þetta er kalt verk ok karl-
mannligt; en illt þykkir mér at treysta merinni, því at þat veit
ek engan fyrr gert hafa.“
„Ef hross hlaupa mikið og fljúgast á úti um haga, veit það á
kulda og hvassviðri. Það veit líka á illt veður, ef húshestar
koma heim fyrr en vant er úr haga“ (Sigurður Þórólfsson).
Jón Dungal búfræðingur sagði mér af rauðskjóttum,
dönskum hesti, sem hann var samtíða á Hojvang á Jótlandi,
að einn dag síðast í nóvember eða fyrst í desember 1918,
þegar plægingamaðurinn ætlaði að taka hann og fara að
plægja og fór að leysa af honum múlinn, þá vildi hann ekki
fara frá stallinum, sparkaði og beit, sem hann annars aldrei
gerði, því að þetta var hæglátur hestur. Maðurinn hélt, að
hann hefði ekki fengið nóg að eta, og bauð honum hafra.
Hann sinnti því ekkert. Hætti maðurinn þá við þennan hest
og tók annan, en rétt á eftir skall á versta stórhríð og stóð
allan dag.
„Magnús Stephensen segir 1808, að það sé þjóðtrú, að það
viti á harðindi, ef útigangshestar leggi sig fyrir jól, annars eru
þeir vanir að standa fram í janúar; ef þeir velta sér eftir
janúar, er það talið vita á góðviðri, en eldishestar velta sér á
öllum árstímum" (Þorvaldur Thoroddsen, Lýsing Islands IV,
35).
Guðmundur Friðjónsson segir í sögunni Bóndadagskvöld:
„Þegar feðgarnir voru búnir að brynna hestunum, ruku
klárarnir út á tún með frýsi og taglsperringi út í loftið.
Þrándur gaf þeim gætur og brosti. Hann mælti við sveininn:
„Nú vita þeir á stórhríð, taktu nú eftir." — „Eru þetta nema
vanalegir fjörkippir í hestum, þegar þeir eiga gott og hafa
eldi?“ — „Þetta er illviðraþytur í hestunum, dengi minn. Þeir
vita á sig stórhríð, greyin. Þeir eiga ekki svo gott, að þeir láti
svona þess vegna, útigengnir og moðgefnir og svo síðslægjan,
sem þeir hafa. Nei! Þeir leika sér ekki af eldi, hestarnir
mínir“ (Úr öllum áttum, bls. 69).
„Ef hestar hama sig í góðu veðri, bregzt það ekki, að
(178)