Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Page 137
Bolungarvík, Raufarhöfn, í Neskaupstað og á Hvolsvelli.
Stofnunin vann að hljóðtæknirannsóknum, rannsóknum á
einangrunargleri, ástandskönnun þaka, rannsóknum á
steinsteypu og steypuskemmdum, t. d. alkalískemmdum og
frostskemmdum og áhrifum kísilryks á eiginleika steypu.
Stofnunin vann að vegagerðarannsóknum og ýmiss konar
þjónustustarfsemi. — Tilraunastöð Háskólans í meinafræði
á Keldum vann einkum að rannsóknum á ýmsum búfjár-
sjúkdómum. — Rannsóknastofnunin í veirufræði við Ei-
ríksgötu í Reykjavík vann að rannsóknum á veirusjúkdóm-
um og ýmiss konar störfum í þágu heilbrigðisþjónustunnar.
Rannsóknastofa Háskólans við Barónsstíg í Reykjavík vann
að rannsóknum á ýmsum sjúkdómum, einkum krabbameini.
— Mannfræðistofnum Háskólans vann að mannfræðirann-
sóknum, bæði á íslendingum í heimalandinu og Vestur-Is-
lendingum. — Sagnfræðistofnun Háskólans vann m. a. að
rannsóknum á Vesturheimsferðum íslendinga og á Skaftár-
eldum og móðuharðindum. — Stofnun Árna Magnússonar
vann einkum að handritarannsóknum og útgáfustarfsemi. —
Rannsóknastofnun Háskólans í bókmenntafræði vann að
rannsóknum á íslenzkri og almennri bókmenntafræði og
bókmenntasögu. Hún vann að bókmenntalegri hugtaka-
orðabók. Hún vann að útgáfu bókmenntatexta og fræðirita
um bókmenntir. Hún gaf út úrval úr ljóðum Matthíasar
Jochumssonar (umsjónarmaður Ólafur Briem), rit um ís-
lenzkan atómskáldskap eftir Eystein Þorvaldsson og rit um
leikrit Jökuls Jakobssonar eftir Fríðu Sigurðardóttur. — Ör-
nefnastofnunin vann áfram að söfnun íslenzkra örnefna og
að rannsókn á þeim og erlendum örnefnum. Stofnunin hóf
útgáfu tímarits, Grímnis. — Orðabók Háskólans vann að
söfnun orða og orðatiltækja úr íslenzku ritmáli og talmáli og
notaði útvarp til að ná sambandi við almenning í landinu.
Samgöngur og ferðalög
65.921 útlendingur kom til íslands á árinu (árið áður
76.912). Af þeim voru 15.260 Bandaríkjamenn (22.525),
(135)