Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1982, Síða 182
von voráfella, og þótt hann væri rekinn, kom hann þegar um
hæl aftur; var þá haft að marki, að eftir væru harðindi, og
brást það eigi. Aftur á móti, hyrfi hann sjálfkrafa, mátti búast
við einhverju betra; þurfti þá ekki við því að búast, að hann
sæist fyrr en á hausti, síð eða snemma eftir veðráttufari.
Haustið . . . var hann kominn í ærnar á sunnudagsmorg-
uninn í 20. viku sumars; var ómögulegt að fiæma hann frá
þeim, hvernig sem til var reynt. Mér þótti þetta leitt, því
honum fylgdi þrevetur hrútur, sem ég átti og ætlaði mér að
farga. Svo leið vikan allt til föstudags, að veður breyttist eigi
til verra, en á föstudagskvöldið kemur Flekkur einn heim
með hrússa, lötrar inn í húsið, sem hann var í á veturna, og
þar leggjast þeir báðir inn við stafn. Hýstum við þá ærnar hjá
þeim um nóttina, því okkur leizt eigi á aðfarir Flekks, og
brugðum við að koma torfi á hey, sem við áttum óþakið. Á
meðan við vorum að því, tók að syrta í lofti og drífa, og
sluppum við tæplega við þakninguna áður en það hraktist.
Um morguninn var komin mikil fönn. Voru þá svo hörð
veður í hálfan mánuð, að fjallgöngur urðu eigi gengnar, og
fennti fjölda fjár almennt yfir allar Múlasýslur.
Þrásinnis kom það fyrir, að ég gaf kindum mínum inni, þó
aðrir beittu, ef Flekkur fékkst eigi frá húsi nema með nauð-
ung. Það rakaði eigi úr, að þann dag kom bylur, svo ýmsir
áttu örðugt með að koma fé til húsa.
I janúar 1887 var allgott veður um morguninn; ætlaði ég
þá að beita, því hagar voru góðir, en ófærð í skefli. Kom ég
Flekk þá ekki frá húsinu, svo ég lét aftur inn og gaf. Stundu
síðar vildu sambýlismenn mínir reka á jörð, því útlit lagaðist
og birti í lofti, svo ég lét þá út líka. Þá varð ég að berja Flekk (
frá húsinu, en það var eigi vani minn; leizt mér illa á, að
veður mundi endast; en er féð var komið í hagann, tók það til
að dreifa sér og krafsa, en Flekkur leit eigi í jörð, en stóð eins
og dæmdur. Þá fyrst tók ég eftir miklu veðurhljóði, og um
leið setti þoku í fjöllin með norðanfari og fór að hreyta, en
var blæjalogn; stóð ég litla stund við og var að ráða við mig,
hvað gera skyldi: reka heim eða skilja svo við það. Ég þurfti
(180)
»