Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Blaðsíða 13
7
legan graut. Hún hrópar á meira auðafl inn í landið og
á vélamenningu stórborganna, hún lítur á mennina sem
vélar, jafngóðar hvort sem nokkur þjóðarsvipur er á
þeim eða eigi. Eflaust getur sú stefna fljótt safnað
auði, hún getur jafnvel á einni öld bygt landið svo borg-
um, að hér verði milliónir manna, svartra, gulra sem
hvítra.
Ef til vill heldur þú, að eg fari með öfgar. En það er
staðreynd, að auðvaldsstefnan hirðir ekki um þjóðerni
og lítið um hörundslit. Stórborgamenningin og stóriðj-
an er alheimsleg, vélgeng, lítur ekki á sérkenni þjóða
og einstaklinga.
Hvort landið viltu kjósa? Fámenna landið, bygt
hundrað þúsundum íslendinga, eða fjölmenna landið
bygt niilliónum af þjóðernislausum stórborgamúg? Það
er mjög á þínu valdi, hvor stefnan á að ná fullum, sigri.
Kynslóðin, sem nú er að vaxa verður að velja milli
þessara stefna. Hún ræður því, hvort íslenska þjóðern-
ið verður kæft hin næstu árin í erlendri vélamenningu,
eða það rís með nýjum þrótti hins nýja tíma.
Mér er þjóðernið alt. Því kýs eg fámenna landið, sem
fslendingar byggja.
Þjóðirnar verða ekki metnar eftir höfðatölu, fremur
en einstaklingar eftir líkamsvexti einum saman. Þær
verður að meta eftir menningarstarfi, og menningar-
starf smiáþjóðar er oft meira en stórþjóðar. Flest dýr-
mætustu hnoss hinnar vestrænu menningar eru sprott-
in úr skauti smáþjóða. Rómverjar lögðu undir sig
heiminn með vopnum og gerðust miklir að mannfjölda,
valdi og auðæfum. En samt eru þeir smærri, þeirra
hróður minni og menningaráhrif fölari en Aþenu-
manna, sem lögðu undir sig heiminn og ríkja yfir heim-
inum enn í dag með snilli þeirri og mannviti, er fyrst
hóf hér í álfu listir, vísindi og frjálsa hugsun. Þó voru