Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Blaðsíða 57
5Í
búið er að setja erkibiskupsstól í Noregi (1152), að út-
lent kirkjuvald fer að leitast við að kollsteypa lýðveld-
iskirkjunni íslensku, og þá eni líka farnar að verða
ýmsar breytingar á þjóðlífi okkar til hins verra, farið
að koma los á trúarlífið. Og eflaust hafa trúarskiftin
átt þátt í þeirri óstjórn og agaleysi, sem verður á Sturl-
ungaöldinni. —
Það þarf ekki að losa nema nokkra steina úr hárri
byggingu, til þess að alt geti hrunið, því að þegar hreift
er við einum, er hætt við að annar fylgi á eftir. Með
trúarskiftunum var ekki einungis breytt um nöfn á
guðunum,, heldur breyttust allar þær gömlu venjur og
skyldur, og sú lífsspeki, sem orðin var samgróin öllu
eðli og lífi þjóðarinnar, orðin heilög, misti smátt og
smátt gildi sitt.
Þegar eitt atriði í trú og lífsstefnu er þurkað burt og
kent, að það sé einskis nýtt og verra en það, þá fara
menn að efast um fleira. —
Því fylgir ætíð sársauki og truflun, þegar alt það,
sem menn hafa bygt líf sitt á og treyst sem óyggjandi
sannindum, hrynur þannig í rústir, og það þarf langan
tíma til að byggja upp annað nýtt, mynda sér nýjar
lífsskoðanir og afla sér nýrra lífssanninda, sem hægt
er að byggja lífið á að nýju.
Og meðan enginn fastur grunnur er fenginn, og
menn eiga ekkert, sem þeim er heilagt og dýrmætt,
engan »leiðarstein í stafni«, verður alt í upplausn og
það fegursta og besta oft fyrir borð borið og fótum
troðið. —
Þó að Gissur biskup, þess öflugi og gáfaði maður,
gæti haldið öllu í kyrrum kjörum, og friður og eining
væri ríkjandi um hans daga, þá kemur brátt í ljós eftir
dauða hans, að það er stöðug undiralda og rót í þjóðlíf-
4*