Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Side 90
84
/
gefið þeim trú á það góða í lííinu, og þrek til að lifa
eins og menn. —
Okkur finst ölmusugæði Guðmundar keyrn úr hófi,
en það eru nú önnur ár en þá. Fyrsta vetu rinn, sem
Guðmundur var biskup á Hólum, var mikið ballæri hér
á landi og þó einkum fyrir norðan land, svo að margt
fólk féll úr sulti og harðrétti og leitaði þá auðvitað heim
á biskupsstólana. Sem betur fer höfum við 3kki þurft
að horfa upp á slíka neyð. En hjarta þess manns, sem
ekki kemst við af því að sjá beiningarmannmn, mátt-
vana af sulti rétta fram hendurnar eftir mat, finst mér
líklegt að sé orðið, eða að verða að steini.
Og enn hljóma þessi orð frelsarans til okkar og varpa
ljóma yfir lífið: »Það, sem þér gerið einum af mínum
minstu bræðrum, það gerið þér mér«.
Hólmfríður M. Jónsdóttir.
Ritgerð þessi var ein af þremur bestu prófritgerðunum í ár.
Treystu prófdómendur skólans sér ekki til að gera upp á milli
þeirra ritgerða, og voru þær þó harla ólíkar. Þessi var valin til
birtingar hér, af því að hún var talsvert mikið styst. Raunar
hygg eg, að ritgerð Völundar Guðmundssonar um líkingar í ís-
lenskum bókmentum hafi verið mesta afreksverkið, sn henni var
skilað í uppkasti, af því að ekki vanst tími til að fága hana. Frá
ritgerð Halldóru Sigurjónsdóttur um Hallgrím Pótursson var
best gengið um stíl og efnisskipun, en tæpast var sú ritgerð eins
djarflega skrifuð og þessi. —
A. S.