Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Qupperneq 23
sem tréð er, því meira innra vaxtarþrek sem það hef-
ur, því meiri ytri erfiðleika þolir það án þess að bogna.
Um öll þessi efni deilum við mennirnir sköpum með
öllu lifandi. Við okkur blasa ótal landnám,, ótal mögu-
ieikar, sem við höfum að velja milli. Og á herðum okkar
liggur ok erfiðleikanna eins og snjóþunginn á trénu. En
er þá nokkuð, sem beinir okkar vexti í vissa stefnu eins
og ljósleitnin vexti trésins, nokkuð sem gefur okkur
samskonar stælingu, til að rísa undir erfiðleikunum,
halda bakinu beinu eins og tréð stofninum.
Stundum gefur mér sýn. Það er vor. Niðri í dalnum
er autt að mestu, en uppi til fjallsins eru miklar hjarn-
fannir, og milli þeirra dreifir féð sér á beit. Upp frá
hrörlegum bæ undir hlíðinni hleypur ungur piltur með
staf í hönd. Brekkan er þung, og hann langar til að
hægja hlaupin og kasta mæðinni. En suðrænan örfar
hann, og hann á sér sparaða orku, sem! honum er nautn
í að leysa úr læðingi. Og hann heldur sprettinum upp á
brúnina, þar sem hlíðarfóturinn og efri túnröndin tek-
ur að hverfa. Þar snýr hann sér við, dregur andann
djúpt og horfir niður í dalinn.
Og hvað sér hann? Það sem hann hefur aldrei áður
séð. Það er komið sumar. Grasið lýtur fyrir hægum
vindi, bylgjast, tekur litbrigðum, því það er farið að
hvítna við rótina og bíður eftir ljánum. Það er túnið,
sem blasir við. Ekki túnið, sem hann hefur svo oft séð
fyr, lítið, þýft og ógirt, heldur slétt tún og girt, sem
nær frá brekku niður að á á breiðu svæði. Gamli bærinn
er horfinn og kominn nýr, fagur bær í staðinn. Og þetta
er bærinn hans og túnið hans. Bæinn hefur hann sjálf-
ur bygt, túnið hefur hann sjálfur girt og sléttað og
fært út yfir mýri og mó. Þegar tók fyrir hans eigin
vöxt, fékk vaxtarþrá hans fullnægju þama, og hann
2