Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Blaðsíða 85
79
mundar við höfðingja, enda yrði það of langt mál, en
eg vil drepa á helstu atriðin.
Þegar búið var að reka Guðmund frá stólnum, varð
mesta agaleysi í öllum' kirkjumálum á Norðurlandi
eins og von var. Og er erkibiskup frétti, hvernig komið
var, sendi hann sex helstu mótstöðumönnum Guðmund-
ar áminningarbréf árið 1211 og boðaði þá ásamt hon-
um til Noregs. Engir hlýddu þessu nema Arnór, enda
hafði hann mest gert á móti biskupi og kirkjulögunum,
hann fór utan 1213 og kom aftur sama ár. Biskup ætl-
aði utan það ár en velkti lengi í hafi og var borinn
sjúkur af skipi, en fór svo utan árið eftir og dvaldi þar
í fjögur ár. —
Árið 1218 kom Guðmundur til Hóla úr utanförinni.
Tók hann þá pilta til kenslu og hélt skóla á staðnum.
En það fór eins og áður, að mikið lið dreif til hans og
horfði til kostnaðar. Dró þá Arnór saman mikið lið, fór
til Hóla um nótt og tók biskup úr rúminu og lék hann á
ýmsan hátt harðlega, og rak burt alla skólapilta og
kennara.
Hafði hann biskup í myrkrastofu um veturinn, en
sumarið eftir flutti hann biskup með sér suður að Hvítá
í Borgarfirði og fór þá mjög illa með hann á leiðinni.
Arnór ætlaði að fara með Guðmund utan, en Eyjólfur
úr Flatey náði honum úr greipum hans, og hjá Eyjólfi
dvaldi hann um veturinn, og reyndist Eyjólfur Guð-
mundi besti drengur. Næsta sumar á eftir ferðaðist
Guðmundur um', og flyktist þá fólkið til hans eins og
vanalega, og þótti bændum hann þungur á búum sínum,
svo að þeir Arnór og Sighvatur á Grund söfnuðu saman
liði og börðust við Guðmund og lið hans á Helgastöðum
í Reykjadal 1220. Tvístraðist þá lið biskups, en hann
L