Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Síða 158
152
fyrir aðalnám. Væri mjög skemtilegt fyrir skólann, að eiga próf-
smíð sem flestra nemenda sinna.
S a u m a r.
Kenslunni var hagað mjög líkt og í yngri deild, nema hvað þær
stúlkur, sem höfðu sauma sem aðalnám, stunduðu námið miklu
meira.
S u n d.
Kenslan eins og í yngri deild.
D a n s k a.
Kent í tveimur flokkum, 3 stundir í viku hverjum. 1. flokkur
las með 2. flokki í yngri deild. 2. flokkur las Kenslubók í dönsku
eftir Jón ófeigsson og Jóhannes Sigfússon III. h. og 52. bls. í
Island. Land og Folk af Th. Th.
E n s k a.
Lesið English Keading made Easy III. og lítið eitt í öðrum
bókum.
///. Fyrirlestrar.
Að þessu sinni var ekkert fyrirlestramót við skólann, en hins
vegar auðnaðist að fá allmargt af fyrirlesurum. Ólafur B. Jóns-
son framkvæmdarstjóri Ræktunarfélags Norðurlands dvaldi eina
viku í skólanum og hélt þar 8 fyrirlestra, 5 um garðrækt, 1 um
orkulindir, 1 um framtíð íslands og 1 um eilífðarvélar (perpetum
mobile). Sigurður Jónsson á Arnarvatni (fyrirlesari frá K. Þ.),
hélt 5 fyrirlestra um félagsmálastefnur. Gunnlaugur Bjömsson,
starfsmaður U. M. F. 1. hélt 4 fyrirlestra, 2 um ungmennafélags-
mál, 1 um íslendingasögur og 1 um A. O. Vinje. Sveinbjöm
Högnason prestur í Laufási (fyrirlesari frá Prestafélagi ls-
lands) hélt 2 fyrirlestra, 1 um gildi trúar og 1 um innverði ís-
lenskrar menningar. Sigurbjörg Sigurjónsdóttir, Laugum, hélt
fyrirlestur um Bólu-Hjálmar. Jónas Þorbergsson ritstjóri á Ak-
ureyri hélt 1 fyrirlestur um kolaverkfallið breska. Jón Sigurðs-
son í Ystafelli 1 fyrirlestur (Með ströndum fram). Guðm. Krist-
jánsson regluboði 1 fyrirlestur um bindindi og bannmál. Þrír
aðkomumenn lásu upp, Ólafur B. Jónsson, skáldið Halldór Kiljan
Laxness og Baldvin Jónatansson. .