Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1927, Side 46
40
minnar hér heima. En fljótlega var byrjað á því að
koma hingað einstöku unglingum, og þá helst þeim, er
erfitt þótti við að eiga heima fyrir. Var það þá einkum
kristindómsfræðslan, sem eg þurfti að annast.
Fyrsti veturinn, sem eg fór að heiman sem kennari,
var veturinn eftir þjóðhátíðina eða 1875, seinni hluta
þess vetrar. Það var þjóðhátíðin, sem í mörgum grein-
um hafði vekjandi áhrif á menn, þar á meðal í því efni,
að menn fóru nú að leggja meiri rækt við það en áður
hafði verið, að auka fræðslu unglinganna. Þenna vetur
var eg einn mánuð á Stóruvöllum í Bárðardal og þar á
eftir annan mánuð á Lundarbrekku í sömu sveit. Hafði
eg eina 12 unglinga á hvorum staðnum fyrir sig,
nokkra þá sömu á báðum stöðunum, og voru flestir
þeirra komnir yfir fermingaraldur. Þetta var því þá
eins og oftast nær eins konar unglingaskóli, þó að
kenslugreinarnar væru að talsverðu leyti þær sömu og
nú tíðkast í barnaskólum. Eiginlega var það undan-
tekning, að nokkur ófermdur unglingur væri tekinn í
hópinn. Flestir voru því nokkuð þroskaðir eða reyndir.
Þetta var kent: skrift, reikningur, landafræði, saga,
danska, réttritun og beygingar orða. Þessi kensla skift-
ist nokkuð niður á nemendur, svo að sumir tóku ekki
þátt í öllum námsgreinunum, nema í réttritun. Gátu því
ekki margir nemendur verið saman í kenslustund.
Kenslustarfið var því tafsamt og erfitt oftast nær, og
stundum enginn tími í afgangi fyrir mig, nema í frí-
tímunum eftir miðdegisverð, en frítíminn var vanalega
tvær stundir með matmálstímanum. Sá tími var mest
notaður til leikja, inni eða úti eftir veðráttufari. Var
eg þá oftast sjálfur með. Eigi sjaldan var fullorðið
fólk með, karlar og konur, sem heldur vildu þarna vera
en fara á mis við alla tilsögn. Kenslutímabilið — einn
til tveir mánuðir — var að vísu stutt, og ekki hægt að